Viðskipti innlent

Opna veitinga­stað í Gerðar­safni í næsta mánuði

Atli Ísleifsson skrifar
Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir frá Króníkunni, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns og Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ.
Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir frá Króníkunni, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns og Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ. Kóp

Nýr veitingastaður, sem ber nafnið Króníkan, mun opna í Gerðarsafni í Kópavogi í næsta mánuði en skrifað var undir samning við nýjan rekstraraðila veitingastaðarins í dag.

Það eru Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, sem eru systkini úr vesturbæ Kópavogs, sem hafa tekið reksturinn að sér.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þau hafi mikla reynslu úr veitingageiranum – Bragi sem eigandi og rekstraraðili meðal annars Veðurs, Vínstúkunnar 10 sopar og Brút, en Sigrún hefur meðal annars unnið á Bergsson mathús.

Fram kemur að áherslan á nýja staðnum verði á smörrebröd, rammíslenskar kaffiveitingar, góð vín, bjór og ákavíti.

Fram kemur að Króníkan verði til að byrja með opin alla daga frá klukkan 12 til 19 og sé stefnt að opnun í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×