Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 21:00 Pólskir og sænskir hermenn á sameiginlegri heræfingu NATO ríkja í Svíþjóð. EPA Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) var undirritaður árið 1990 milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Varsjárbandalagsins sáluga. Ísland er aðili samningnum. Samkvæmt Stjórnarráðinu er CFE talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Hann kveður meðal annars á um hámarksfjölda hermanna og hergagna svo sem skriðdreka, orrustuþota og stórskotaliðs í Evrópu. Einnig upplýsingaskipti, tilkynningar, skoðun og eftirlit. Samráðsnefnd fundar reglulega um framkvæmd CFE í Vínarborg. Aðildarríkin voru upphaflega 22 en eru í dag 30 talsins. Hámarkið sem hver blokk mátti hafa voru 20 þúsund skriðdrekar, 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 30 þúsund brynvarðir bílar, tæplega 7 þúsund herflugvélar og 2 þúsund þyrlur. Samkvæmt rússneska ríkismiðlinum Rossiyskaya Gazeta er óljóst hvenær málið verður tekið fyrir í rússneska þinginu, Dúmunni, en samkvæmt Leoníd Slútskí, formanni alþjóðanefndar, gæti það gerst 16. maí. Breytingar ekki fullgiltar Upphaflega voru stjórnvöld í Moskvu mjög hrifin af samningnum. Hann tryggði jafnvægi milli hersveita NATO og ríkja Varsjárbandalagsins í álfunni. En eftir því sem fleiri austur Evrópu ríki gengu í NATO töldu Kremlverjar að laga þyrfti samninginn. Það er setja kvóta á hvert land. Þessi breyting var gerð árið 1999 á fundi í Istanbúl en tók í raun aldrei gildi. Aðeins fjögur ríki fullgiltu breytingarnar, Rússland, Úkraína, Kasakstan og Hvíta Rússland. En ágreiningur um dvöl herliðs Rússa í Abkasíuhéraði í Georgíu og Transnistríuhéraði í Moldóvu olli því að önnur ríki fullgiltu ekki breytingarnar. Þá hafa sum ný ríki ekki einu sinni skrifað undir upprunalega CFE samninginn, svo sem Eystrasaltsríkin, Slóvenía og Króatía. Konstantin Kosajev formaður efri deildar rússneska þingsins segir CFE úr takti við veruleikann.EPA Í desember tilkynntu Rússar því um frestun á framkvæmd samningsins en ríki NATO halda áfram að framkvæma ákvæði hans. Samkvæmt Stjórnarráðinu styður Ísland áframhaldandi viðræður um að ná samkomulagi um framkvæmd CFE. Rússar hafa hins vegar neitað að leyfa eftirlit á grundvelli CFE. Utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins, sagði við fréttastofuna Tass í gær að Rússland væri að fara út úr CFE. „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði hann. Samkvæmt Sveini H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, telur ráðuneytið ekki tímabært að tjá sig um brotthvarf Rússa frá samningnum fyrr en formleg staðfesting liggur fyrir. Rússland Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) var undirritaður árið 1990 milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Varsjárbandalagsins sáluga. Ísland er aðili samningnum. Samkvæmt Stjórnarráðinu er CFE talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Hann kveður meðal annars á um hámarksfjölda hermanna og hergagna svo sem skriðdreka, orrustuþota og stórskotaliðs í Evrópu. Einnig upplýsingaskipti, tilkynningar, skoðun og eftirlit. Samráðsnefnd fundar reglulega um framkvæmd CFE í Vínarborg. Aðildarríkin voru upphaflega 22 en eru í dag 30 talsins. Hámarkið sem hver blokk mátti hafa voru 20 þúsund skriðdrekar, 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 30 þúsund brynvarðir bílar, tæplega 7 þúsund herflugvélar og 2 þúsund þyrlur. Samkvæmt rússneska ríkismiðlinum Rossiyskaya Gazeta er óljóst hvenær málið verður tekið fyrir í rússneska þinginu, Dúmunni, en samkvæmt Leoníd Slútskí, formanni alþjóðanefndar, gæti það gerst 16. maí. Breytingar ekki fullgiltar Upphaflega voru stjórnvöld í Moskvu mjög hrifin af samningnum. Hann tryggði jafnvægi milli hersveita NATO og ríkja Varsjárbandalagsins í álfunni. En eftir því sem fleiri austur Evrópu ríki gengu í NATO töldu Kremlverjar að laga þyrfti samninginn. Það er setja kvóta á hvert land. Þessi breyting var gerð árið 1999 á fundi í Istanbúl en tók í raun aldrei gildi. Aðeins fjögur ríki fullgiltu breytingarnar, Rússland, Úkraína, Kasakstan og Hvíta Rússland. En ágreiningur um dvöl herliðs Rússa í Abkasíuhéraði í Georgíu og Transnistríuhéraði í Moldóvu olli því að önnur ríki fullgiltu ekki breytingarnar. Þá hafa sum ný ríki ekki einu sinni skrifað undir upprunalega CFE samninginn, svo sem Eystrasaltsríkin, Slóvenía og Króatía. Konstantin Kosajev formaður efri deildar rússneska þingsins segir CFE úr takti við veruleikann.EPA Í desember tilkynntu Rússar því um frestun á framkvæmd samningsins en ríki NATO halda áfram að framkvæma ákvæði hans. Samkvæmt Stjórnarráðinu styður Ísland áframhaldandi viðræður um að ná samkomulagi um framkvæmd CFE. Rússar hafa hins vegar neitað að leyfa eftirlit á grundvelli CFE. Utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins, sagði við fréttastofuna Tass í gær að Rússland væri að fara út úr CFE. „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði hann. Samkvæmt Sveini H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, telur ráðuneytið ekki tímabært að tjá sig um brotthvarf Rússa frá samningnum fyrr en formleg staðfesting liggur fyrir.
Rússland Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent