Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 22:24 Áhafnarmeðlimir Icelandair mega ekki neyta ADHD-lyfja samkvæmt evrópskri reglugerð sem var nýlega innleidd. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty/samsett Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp. Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp.
Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira