Hrossinu rænt á Vestfjörðum í annarri tilraun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 10:26 Dýravelferðarsinnar höfðu áður bent á aðbúnað hrossanna á bænum. Reynt var að ræna hrossinu í fyrrinótt og aftur í gærkvöldi, þegar það tókst. Steinunn Árnadóttir Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar hrossaþjófnað á bóndabæ í Arnarfirði. Um er að ræða sama hross og gert var tilraun til að ræna í fyrrinótt. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, staðfestir í samtali við Vísi að lögreglan hafi málið til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða bóndabæ í Arnarfirði þar sem eigandi hefur verið tilkynntur til Matvælastofnunar vegna aðbúnaðar hrossa á bænum. Eigandinn hafði áður kallað til lögreglu í fyrrinótt þar sem tveir mættu með hestakerru og reyndu að fjarlæga hrossið. Lögreglan skarst hins vegar í leikinn og var hrossinu skilað aftur til eiganda í það skiptið. Hlynur segir málið til rannsóknar og að hann muni ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Vísir náði ekki í eiganda hrossanna á bóndabænum í Arnarfirði vegna málsins. Áður hafði eigandinn sagt í samtali við fréttastofu að hestarnir væru við hestaheilsu, utan eins þeirra sem sé með hófsperru. Hann hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér og Matvælastofnun hefði beint því til hans að aflífa hestinn, sem hann hugðist gera um helgina. Dýravelferðarsinninn Steinunn Árnadóttir vakti athygli á aðbúnaði hestanna sem hún sagði slæman. Hún var ekki sátt við viðbrögð Matvælastofnunar og lýsti þeim viðbrögðum í samtali við Vísi í fyrradag. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. 10. maí 2023 18:53 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, staðfestir í samtali við Vísi að lögreglan hafi málið til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða bóndabæ í Arnarfirði þar sem eigandi hefur verið tilkynntur til Matvælastofnunar vegna aðbúnaðar hrossa á bænum. Eigandinn hafði áður kallað til lögreglu í fyrrinótt þar sem tveir mættu með hestakerru og reyndu að fjarlæga hrossið. Lögreglan skarst hins vegar í leikinn og var hrossinu skilað aftur til eiganda í það skiptið. Hlynur segir málið til rannsóknar og að hann muni ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Vísir náði ekki í eiganda hrossanna á bóndabænum í Arnarfirði vegna málsins. Áður hafði eigandinn sagt í samtali við fréttastofu að hestarnir væru við hestaheilsu, utan eins þeirra sem sé með hófsperru. Hann hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér og Matvælastofnun hefði beint því til hans að aflífa hestinn, sem hann hugðist gera um helgina. Dýravelferðarsinninn Steinunn Árnadóttir vakti athygli á aðbúnaði hestanna sem hún sagði slæman. Hún var ekki sátt við viðbrögð Matvælastofnunar og lýsti þeim viðbrögðum í samtali við Vísi í fyrradag. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“
Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. 10. maí 2023 18:53 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. 10. maí 2023 18:53