Enski boltinn

Håland og Kerr best að mati í­þrótta­blaða­manna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bestu leikmenn Englands.
Bestu leikmenn Englands. Vísir/Getty Images

Erling Braut Håland, framherji Manchester City, og Sam Kerr, framherji Chelsea, voru valin bestu leikmenn tímabilsins af íþróttablaðamönnum á Englandi.

Samband íþróttablaðamanna [e. Football Writers' Association] hefur valið bestu leikmenn tímabilsins í efstu deildum ensku knattspyrnunnar. Håland vann með yfirburðum en hann fékk alls 82 prósent allra atkvæða. Þar á eftir kom Arsenal tvíeykið Bukayo Saka and Martin Ödegaard.

Håland hefur átt magnað tímabil og er nú þegar búinn að slá markamet ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 35 mörk og gefið 7 stoðsendingar í aðeins 32 leikjum.

Kerr hefur einnig átt gott tímabil en ásamt því að skora 10 mörk í 18 leikjum þá er hún prímusmótorinn í liði Chelsea sem stefnir á að verða Englandsmeistari enn eitt árið. Alls hefur Kerr skorað 26 mörk í 34 leikjum á tímabilinu. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina.

Rachel Daly, leikmaður Aston Villa og markahæsti leikmaður deildarinnar, endaði í 2. sæti á meðan Lauren James, samherji Kerr hjá Chelsea, var þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×