Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. maí 2023 13:30 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun