Skipanir Karls Gauta og Gríms án hæfisnefndar óvanalegar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 07:01 Skipað hefur verið í tólf lögreglustjóraembætti á undanförnum fimm árum. Í tvö skipti hefur verið skipað án hæfisnefndar. Vilhelm Gunnarsson Aðeins í tvígang á fimm árum hefur verið skipað í stöðu lögreglustjóra án þess að hæfisnefnd hafi verið skipuð. Í annað skiptið var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður sem lögreglustjóri Vestmannaeyja. Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta. Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta.
Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26
„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04
„Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20