Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2023 19:30 Mariia Ionova þingmaður Evrópskrar samstöðu á úkraínska þinginu segir flokkadrætti ekki skipta máli í Úkraínu í dag. Allir væru sameinaðir í baráttunni gegn innrás Rússa. Stöð 2/Arnar Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. Mariia Ionova og Olena Kondrariuk sitja báðar á úkraínska þinginu fyrir flokkinn Evrópsk samstaða og sú síðarnefnda er jafnfram varaforseti þingsins og einn stofnenda Kvennaþings Úkraínu. Þær er hingað komnar til að taka þátt í Kynjaþingi í Veröld - húsi Vigdísar á vegum Kvenréttindafélags Íslands á morgun. Ionova segir stríðið í Úkraínu hins vegar ekki snúast um stöðu kynjanna heldur baráttu einræðis og lýðræðis. „Þess vegna tel ég að hlutverk kvenna í þessu stríði sé mjög mikilvægt. Við erum ekki fórnarlömb, ekki bara fórnarlömb, við erum baráttumenn á þingi, í ríkisstjórn og óbreyttir borgarar eru mjög virkir. Við sjáum hvað það hveru mikið við getum gert þegar við stöndum saman og erum skipulögð," segir Ionova. Í dag áttu hún og Kondrariuk fundi með forsætisráðherra, forseta Alþingis, borgarstjóra og fleiri ráðmönnum og færðu Íslendingum þakkir fyrir margs konar stuðning við Úkraínu. Þær þökkuðu meðal annars fyrir nýlega ályktun Alþingis um að holodomor, hungursneyðin sem Stalín framkallaði í Úkraínu, væri hópmorð. Gífurlegt mannfall hefur verið í margra mánaða bardögum við borgina Bakhmut í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði.AP/Boghdan Kutiepov „Af því að þetta snýst um sögulegt réttlæti en því miður halda Rússar áfram að fremja þjóðarmorð á yfirráðasvæði okkar, gagnvart borgurum okkar. Þetta snýst ekki bara um þjóðarmorð heldur einnigum vistfræðilega glæpi sem þeir fremja á yfirráðasvæði okkar. Við vekjum einnig athygli á börnunum okkar sem hafa verið flutt með valdi til Rússlands," segir þingkonan. Úkraína vilji að umheimurinn skilgreini Rússsland sem ríki sems styðji hryðjuverk. Vonandi styðji Ísland einnig aðild Úkraínu að Nato á leiðtogafundi bandalagsins í Vilnius í júlí. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku sé einnig mikilvægur. „Við vitum að þar verða send sterk skilaboð varðandi alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn. Ég held að það sé enginn sáttmáli eða reglur alþjóðasamtaka sem Rússar hafa ekki brotið," segir Mariia Ionova Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. 11. maí 2023 13:31 Fulltrúar fjórðungs fullvalda ríkja heims á leið til Reykjavíkur Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Þetta verður lang stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og kallar á samvinnu fjölda ráðuneyta og nær alls lögregluliðs landsins. 10. maí 2023 19:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Mariia Ionova og Olena Kondrariuk sitja báðar á úkraínska þinginu fyrir flokkinn Evrópsk samstaða og sú síðarnefnda er jafnfram varaforseti þingsins og einn stofnenda Kvennaþings Úkraínu. Þær er hingað komnar til að taka þátt í Kynjaþingi í Veröld - húsi Vigdísar á vegum Kvenréttindafélags Íslands á morgun. Ionova segir stríðið í Úkraínu hins vegar ekki snúast um stöðu kynjanna heldur baráttu einræðis og lýðræðis. „Þess vegna tel ég að hlutverk kvenna í þessu stríði sé mjög mikilvægt. Við erum ekki fórnarlömb, ekki bara fórnarlömb, við erum baráttumenn á þingi, í ríkisstjórn og óbreyttir borgarar eru mjög virkir. Við sjáum hvað það hveru mikið við getum gert þegar við stöndum saman og erum skipulögð," segir Ionova. Í dag áttu hún og Kondrariuk fundi með forsætisráðherra, forseta Alþingis, borgarstjóra og fleiri ráðmönnum og færðu Íslendingum þakkir fyrir margs konar stuðning við Úkraínu. Þær þökkuðu meðal annars fyrir nýlega ályktun Alþingis um að holodomor, hungursneyðin sem Stalín framkallaði í Úkraínu, væri hópmorð. Gífurlegt mannfall hefur verið í margra mánaða bardögum við borgina Bakhmut í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði.AP/Boghdan Kutiepov „Af því að þetta snýst um sögulegt réttlæti en því miður halda Rússar áfram að fremja þjóðarmorð á yfirráðasvæði okkar, gagnvart borgurum okkar. Þetta snýst ekki bara um þjóðarmorð heldur einnigum vistfræðilega glæpi sem þeir fremja á yfirráðasvæði okkar. Við vekjum einnig athygli á börnunum okkar sem hafa verið flutt með valdi til Rússlands," segir þingkonan. Úkraína vilji að umheimurinn skilgreini Rússsland sem ríki sems styðji hryðjuverk. Vonandi styðji Ísland einnig aðild Úkraínu að Nato á leiðtogafundi bandalagsins í Vilnius í júlí. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku sé einnig mikilvægur. „Við vitum að þar verða send sterk skilaboð varðandi alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn. Ég held að það sé enginn sáttmáli eða reglur alþjóðasamtaka sem Rússar hafa ekki brotið," segir Mariia Ionova
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. 11. maí 2023 13:31 Fulltrúar fjórðungs fullvalda ríkja heims á leið til Reykjavíkur Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Þetta verður lang stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og kallar á samvinnu fjölda ráðuneyta og nær alls lögregluliðs landsins. 10. maí 2023 19:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12
Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. 11. maí 2023 13:31
Fulltrúar fjórðungs fullvalda ríkja heims á leið til Reykjavíkur Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Þetta verður lang stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og kallar á samvinnu fjölda ráðuneyta og nær alls lögregluliðs landsins. 10. maí 2023 19:30