„Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans í Breiðabliki mæta KR í Vesturbænum í dag. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir að erfitt gæti reynst fyrir hans menn að spila á grasvelli KR-inga þegar liðin mætast í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í dag. „Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira
„Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti