„Einhver braust inn og stal hljóðfærinu mínu. Það hefur gífurlegt tilfinningalegt gildi fyrir mig en er einskis virði fyrir þann sem er með það núna,“ segir Hildur í færslu sem hún birtir á Twitter-síðu sinni í dag.
Hildur útskýrir hvers vegna hljóðfærið er verðlaust fyrir þjófinn. Það sé ónothæft, rafmagnið í því virki ekki því það vantar magnara og fleira í það.
„Hjálpið mér að finna það!“ segir Hildur í lok færslunnar og óskar eftir því að fólk deili henni áfram.