Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum heimilanna. Kona sem mætti á mótmælin segir fáránlegt að stýrivextir hafi verið hækkaðir marga mánuði í röð til þess eins að þrýsta á fólk að taka verðtryggð lán.

Við fylgdumst með á Austurvelli í dag og ræddum við nokkurn fjölda fólks og förum vel yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verðum við í beinni frá Liverpool en úrslit Eurovision ráðast þar í kvöld. Okkar eigin Kristín Ólafsdóttir hefur fylgst með keppninni frá Liverpool í vikunni og mun lýsa keppninni í kvöld í beinni á Vísi.

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands verður áttræður á morgun. Hann hefur víða komið við á farsælum og löngum ferli og er enn að. Segist alltaf hafa haft meiri áhuga á því sem gerist á morgun en því sem gerðist í gær. Heimir Már ræddi Ólaf Ragnar þar sem hann var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir alþjóðlegt málþing í tilefni dagsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×