Meðal gesta voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra, Rúrik Gíslason fyrirsæta, Ásgeir Kolbeinsson, Hera Gísladóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Guðmundur Birkir Pálmason, þekktur sem Gummi kíró, Lína Birgitta Sigurðardóttir, Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, auk fleiri þjóðþekktra einstaklinga.







Dönsk Eurovision stjarna
Tónlistaratriði kvöldsins voru ekki af verri endanum en þar má nefna Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko og Eyjólf Kristjánsson.
Auk þess tók danska tónlistarkonan Emmelie de Forest, sigurvegari í Eurovison árið 2013, lagið fyrir veislugesti sem átti einkar vel þar sem Eurovision keppnin fór fram sama kvöld. Emmelie tók þátt fyrir hönd Danmerkur og vann keppnina með laginu Only Teardrops.
