Vinstri bakvörður sem enginn þekkir í hópi með De Bruyne og Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 22:32 Leif Davis er með skemmtilegri bakvörðum Englands. Ashley Allen/Getty Images Þegar stoðsendingahæstu knattspyrnumenn Evrópu eru skoðaðir stendur eitt nafn sérstaklega upp úr. Það er Leif Davis, vinstri bakvörður Ipswich Town. Hefur hann gefið tvöfalt fleiri stoðsendingar en leikmenn á borð við Martin Ödegaard, Jack Grealish og Bruno Fernandes. Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira