Colton Underwood loksins genginn í það heilaga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 22:38 Þeir Colton Underwood og Jordan C. Brown áttu líklega besta dag lífs síns um helgina. Instagram Bandaríski raunveruleikaþáttastjarnan Colton Underwood úr Bachelor þáttunum er alls enginn piparsveinn lengur en hann gifti sig loksins unnustanum Jordan C. Brown um helgina. Meira en ár síðan elskendurnir trúlofuðu sig. Colton er líklega einn þekktasti piparsveinn sögunnar úr bandarísku raunveruleikaþáttunum heimsfrægu en hann birtist fyrst í Bachelorette þáttunum árið 2018. Vakti hann mikla athygli í það skiptið enda tönnlaðist hann ítrekað á því að hann væri hreinn sveinn. Þyrnum stráð leit að ástinni Síðar sama ár tók Colton þátt í strandarútgáfunni Bachelor in Paradise en ekkert gekk í ástarleitinni. Hann fékk þá sína eigin seríu og var aðalnúmerið í eigin Bachelor seríu sama ár, 2018. Kynntist hann þar Cassie Randolph og trúlofuðu þau sig sama ár en hættu saman árið 2020. Sakaði Randolph hann um allskyns ósæmilega hegðun og sótti hún um nálgunarbann gegn NFL leikmanninum vegna skilaboða hans auk hegðunar. Ári síðar kom Colton svo úr skápnum í morgunfréttaþættinum Good Morning America. Hann opnaði sig svo upp á gátt í eigin þáttum á Netflix sem báru heitið Coming out Colton. Hann hefur reglulega lýst því yfir upp á síðkastið að hann hafi aldrei verið hamingjusamari en ljóst er að lífshlaup kappans hefur verið þyrnum stráð. View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood) Þriggja daga brúðkaup Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins People um brúðkaupið kemur fram að þeir hafi gift sig á lúxushóteli í Napa sýslu norður af San Francisco í Kaliforníu. Um var að ræða þriggja daga veislu þar sem 200 manns mættu til að gleðjast með þeim Colton og Brown en brúðkaupið var skipulagt af viðburðarfyrirtækinu Ashley Smith Events. Þeir buðu sínum nánustu til kvöldverðar á föstudagskvöld og fór sjálf athöfnin svo fram á laugardeginum. „Sama dag og við giftum okkur ætlum við að halda diskópartý við sundlaugina,“ hefur bandaríski miðillinn eftir Colton í aðdraganda brúðkaupsins. „Þetta verður skemmtilegt brúðkaup, það get ég sagt þér!“ View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood) Ástin og lífið Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Colton er líklega einn þekktasti piparsveinn sögunnar úr bandarísku raunveruleikaþáttunum heimsfrægu en hann birtist fyrst í Bachelorette þáttunum árið 2018. Vakti hann mikla athygli í það skiptið enda tönnlaðist hann ítrekað á því að hann væri hreinn sveinn. Þyrnum stráð leit að ástinni Síðar sama ár tók Colton þátt í strandarútgáfunni Bachelor in Paradise en ekkert gekk í ástarleitinni. Hann fékk þá sína eigin seríu og var aðalnúmerið í eigin Bachelor seríu sama ár, 2018. Kynntist hann þar Cassie Randolph og trúlofuðu þau sig sama ár en hættu saman árið 2020. Sakaði Randolph hann um allskyns ósæmilega hegðun og sótti hún um nálgunarbann gegn NFL leikmanninum vegna skilaboða hans auk hegðunar. Ári síðar kom Colton svo úr skápnum í morgunfréttaþættinum Good Morning America. Hann opnaði sig svo upp á gátt í eigin þáttum á Netflix sem báru heitið Coming out Colton. Hann hefur reglulega lýst því yfir upp á síðkastið að hann hafi aldrei verið hamingjusamari en ljóst er að lífshlaup kappans hefur verið þyrnum stráð. View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood) Þriggja daga brúðkaup Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins People um brúðkaupið kemur fram að þeir hafi gift sig á lúxushóteli í Napa sýslu norður af San Francisco í Kaliforníu. Um var að ræða þriggja daga veislu þar sem 200 manns mættu til að gleðjast með þeim Colton og Brown en brúðkaupið var skipulagt af viðburðarfyrirtækinu Ashley Smith Events. Þeir buðu sínum nánustu til kvöldverðar á föstudagskvöld og fór sjálf athöfnin svo fram á laugardeginum. „Sama dag og við giftum okkur ætlum við að halda diskópartý við sundlaugina,“ hefur bandaríski miðillinn eftir Colton í aðdraganda brúðkaupsins. „Þetta verður skemmtilegt brúðkaup, það get ég sagt þér!“ View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood)
Ástin og lífið Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira