Lögreglan í Farmington í Nýju-Mexíkó, lítilli borg við landssvæði Navajo frumbyggjaþjóðarinnar í ríkinu, greindi frá skotárásinni á Facebooksíðu sinni í kvöld.
Þar segir að þrír almennir borgarar séu látnir og þónokkrir særðir. Meðal særðra séu lögregluþjónn lögreglunnar í Farmington og lögregluþjónn ríkislögreglu Nýju-Mexíkó.
Þá segir að fjöldi lögreglumanna hafi brugðist við útkalli og að einn hafi verið felldur í skotbardaga, grunaður um ódæðið. Borginni hafi verið lokað að hluta á meðan lögregla leitaði af sér grun um að hann gæti hafa átt sér vitorðsmann en öllum afléttingum hafi nú verið aflétt.
Í frétt AP um árásina er vísað í yfirlýsingu Michelle Lujan Grisham, ríkisstjóra Nýju-Mexíkó. Hún segist biðja fyrir fjölskyldum fórnarlambanna og segir að árásin í dag sé áminning um það hvernig byssuofbeldi eyðileggi líf fólks í ríkinu og Bandaríkjunum öllum á hverjum einasta degi.
The Gun Violence Archive, samtök sem halda utan um tölfræði um byssuofbeldi í Bandaríkjunum, birtu nýja samantekt yfir fjölda fjöldaskotárása á árinu á Twitter í kjölfar árásarinnar.
Weekly Mass Shooting Update:
— The Gun Violence Archive (@GunDeaths) May 15, 2023
There have been 37 American mass shootings in the 15 days of May, bringing 2023 s total to 224.
January: 52
February: 40
March: 39
April: 56
May: 37
There were 198 mass shootings by this date last year.
Þar kemur fram að það sem af er maí hafi nú 37 slíkar verið framdar og 224 það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra hafi 198 verið framdar.