Tónlist

The We­eknd fleygir lista­manns­nafninu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tónlistarmaðurinn er sá vinsælasti í heimi um þessar mundir. Hann virðist vera þreyttur á listamannsnafninu.
Tónlistarmaðurinn er sá vinsælasti í heimi um þessar mundir. Hann virðist vera þreyttur á listamannsnafninu.

Kanadíska popp­stjarnan The We­eknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á sam­fé­lags­miðlum, Abel Tes­fa­ye, í stað síns heims­fræga nafns The We­eknd. Hann hefur áður rætt opin­skátt um að vilja losna undan lista­manns­nafninu.

Í um­fjöllun breska ríkis­út­varpsins kemur fram að söngvarinn hafi áður spurt fylgj­endur sína á sam­fé­lags­miðlinum Twitter að því hvort hann ætti að skipta um nafn. „ABEL áður þekktur sem The We­eknd?“ skrifaði tón­listar­maðurinn svo at­hygli vakti.

Þá segir hann í sam­tali við W Magazine að hann sé að ganga í gegnum á­kveðið breytingar­skeið. „Ég er að verða nær því að vera reiðu­búinn til þess að ljúka þessum The We­eknd kafla,“ segir tón­listar­maðurinn.

Hann hefur áður lýst því að upp­runa nafnsins megi rekja til þess þegar hann hafi hætt í skóla. Hann hafi hætt um eina helgi og aldrei mætt aftur.

„Ég er búinn að segja allt sem ég hef að segja sem The We­eknd,“ segir tón­listar­maðurinn við tíma­ritið en undir lista­manns­nafninu hefur hann unnið til fjögurra Gram­my verð­launa auk þess sem heims­meta­bók Guin­ness lýsti því yfir í mars síðast­liðnum að hann væri vin­sælasti tón­listar­maður veraldar, sökum fjölda hlustana á Spoti­fy.

Í mars 2023 hlustuðu 111,4 milljónir hlust­enda á tón­listar­manninn á Spoti­fy streymis­veitunni og var hann sá fyrsti til að rjúfa hundrað milljóna hlust­enda múrinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.