Körfubolti

„Reyna að ná honum fyrir utan húsið hans og ræna honum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Nikola Jokic var liðsmönnum Phoenix Suns mjög erfiður.
 Nikola Jokic var liðsmönnum Phoenix Suns mjög erfiður. Getty/Matthew Stockman

Einvígi Denver Nuggets og Los Angeles Lakers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld en liðin spila um sigur í Vesturdeildinni og þar með sæti í úrslitaeinvíginu.

Augu Lakers manna verða örugglega á Jókernum, Nikola Jokic, sem var magnaður í 4-2 sigri á Phoenix Suns í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Jokic var þá með þrennu að meðaltal í leik en í leikjunum sex var hann með 34,5 stig, 13,2 fráköst og 10,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Darvin Ham, þjálfari Los Angeles Lakers, var léttur á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann var spurður hvernig Lakers ætlaði að stoppa Serbann.

„Reyna að ná honum fyrir utan húsið hans og ræna honum,“ svaraði Darvin Ham.

Jokic fer oft ekki mjög hratt yfir en hann er ótrúlega útsjónarsamur og snjall og boltinn gengur frábærlega í gegnum hann.

Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA síðustu tvö ár en fékk ekki verðlaunin í ár. Einhverjir sem kusu segjast sjá eftir því að hafa ekki valið Jokic og þar á meðal er Mark Jackson.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×