Verið að fremja árásir á íslenska vefi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2023 10:19 Runólfur segir óstaðfestar fregnir hafa borist hvaðan netárásirnar koma en ekkert staðfest í þeim efnum. Vísir/Arnar Verið er að fremja árásir á íslenska vefi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Embættið telur sig hafa hugmynd um hvaðan árásirnar koma en ekkert hefur fengist staðfest. Heimasíður opinberra stofnana hafa legið niðri í morgun, meðal annars vefur Alþingis, vefir Hæstaréttar og Landsréttar og illa hefur gengið að komast inn á vef Stjórnarráðsins til dæmis. „Ég get staðfest það að það eru árásir í gangi á einhverjar heimasíður,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Þá segir hann til skoðunar hjá embættinu, og verið að bregðast við, hvers vegna hefur verið síma- og netlaust á Alþingi. Hann segir að vel hafi verið fylgst með þessum málum undanfarnar vikur og vel sést í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu að netárásum hafi fjölgað dag frá degi. „Við sjáum það núna í morgun að þessi þróun heldur áfram en við erum mjög vel vakandi og erum að bregðast á öflugan hátt við þessu,“ segir Runólfur. „Neyðaröryggissveitin okkar, CERT-IS, stýrir vörnum okkar gagnvart þessu. Þau eru í góðum samskiptum við netöryggissérfræðinga í öllum stofnunum og fyrirtækjum. Þannig að það eru breiðar varnir sem virkjast þegar svona gerist.“ Hvaðan koma árásirnar? „Við erum með óstaðfestar upplýsingar en ég get ekki tjáð mig frekar um það.“ Reykjavík Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36 Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Heimasíður opinberra stofnana hafa legið niðri í morgun, meðal annars vefur Alþingis, vefir Hæstaréttar og Landsréttar og illa hefur gengið að komast inn á vef Stjórnarráðsins til dæmis. „Ég get staðfest það að það eru árásir í gangi á einhverjar heimasíður,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Þá segir hann til skoðunar hjá embættinu, og verið að bregðast við, hvers vegna hefur verið síma- og netlaust á Alþingi. Hann segir að vel hafi verið fylgst með þessum málum undanfarnar vikur og vel sést í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu að netárásum hafi fjölgað dag frá degi. „Við sjáum það núna í morgun að þessi þróun heldur áfram en við erum mjög vel vakandi og erum að bregðast á öflugan hátt við þessu,“ segir Runólfur. „Neyðaröryggissveitin okkar, CERT-IS, stýrir vörnum okkar gagnvart þessu. Þau eru í góðum samskiptum við netöryggissérfræðinga í öllum stofnunum og fyrirtækjum. Þannig að það eru breiðar varnir sem virkjast þegar svona gerist.“ Hvaðan koma árásirnar? „Við erum með óstaðfestar upplýsingar en ég get ekki tjáð mig frekar um það.“
Reykjavík Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36 Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. 16. maí 2023 09:36
Vaktin: Víðtækar lokanir er Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. 16. maí 2023 07:57