Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Samúel Karl Ólason og Máni Snær Þorláksson skrifa 16. maí 2023 12:27 Þessi mynd fylgdi yfirlýsingu tölvurjótahópsins um netárásina á Íslandi. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023 Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17
„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15