Beittur, ögrandi og vinsæll Sena Live 16. maí 2023 14:58 Ástralski uppistandarinn Jim Jefferies treður upp í Laugardalshöll 21. maí. Í viðtali við Guðjón Smára Smárason segist hann hlakka mikið til að heimsækja Ísland. Ástralski uppistandarinn Jim Jefferies treður upp í Laugardalshöll 21. maí með sýningu sína Give’em What They Want. Jim Jefferies er einn vinsælasti uppistandari sinnar kynslóðar og þykir hafa mjög beittan og ögrandi húmor. Hann hefur verið nefndur einn af topp fimm uppistöndurum heims og var valinn uppistandari ársins á Just for Laughs Festival sumarið 2019. Útvarpsmaðurinn Guðjón Smári Smárason á FM957 sló á þráðinn til Jim fyrr í vikunni og tók létt spjall við kappann en Guðjón Smári er mikill aðdáandi grínistans. Hver var uppáhalds grínistinn þinn þegar þú varst að alast upp í Ástralíu? „Það er ekki víst að þú hafir heyrt nafn hans áður enda er hann frá Ástralíu eins og ég og heitir Anthony Morgan. En utan hans verð ég helst að nefna Eddie Murphy sem hafði mikil áhrif á mig í æsku. Ég veit ekki hversu oft ég horfði á uppistöndin hans Delirious og Eddie Murphy Raw en ég var um tíu ára þegar ég kynntist honum. Ég hafði aldrei séð neinn blóta svona mikið áður enda þurfti ég að laumast til að horfa á þættina þegar foreldrar mínir voru ekki heima. Eddie var mikið að segja sögur úr æsku sinni og var svo hrár og beittur. Ég elskaði þetta!“ Þér finnst nú sjálfum ekkert leiðinlegt að blóta. Hvert er uppáhalds blótsyrðið þitt? „Það er ekkert betra en einfalt „fuck“. Það er blótsyrði sem er hægt nota hvar og hvenær sem er.“ Jeff hefur aldrei komið áður til Íslands og segist hlakka mikið til heimsóknarinnar. „Af öllum viðkomustöðum í þessu túr mínum hlakka ég mest til að koma til Íslands. Ég stoppa reyndar bara í 48 klst. þannig að ég hef takmarkaðan tíma. En ég hef heyrt að maturinn sé góður, náttúran sé yndisleg og fólkið sé fallegt. Þegar ég túra um heiminn kemur oft fyrir að ég hangi bara inni á hótelherberginu en í þetta skiptið mun ég pottþétt rölta aðeins um og skoða borgina og jafnvel nágrenni hennar.“ Það er óhætt að búast við miklu fjöri í Laugardalshöll 21. maí. Tryggðu þér miða áður en þeir seljast upp! Hvað er það skrýtnasta sem hefur komið fyrir þig á sviði? „Það hefur tvisvar sinnum gerst að áhorfandi úr sal stökk upp á svið og kýldi mig. Mig grunar að mikil neysla áfengis hafi átt stóran þátt í því. Þeir virtust ekki fíla brandarana mína og svo gæti ég hafa sagt eitthvað óviðeigandi um kærustur þeirra. En utan svona tilvika þá hefur komið fyrir að ég gleymi línunum mínum sem er auðvitað óþolandi.“ Beittur og ögrandi grínisti eins og þú hlýtur stundum að fá neikvæðar athugasemdir frá áhorfendum og gagnrýnendum. Tekur þú þeim illa? „Ég bara les ekki lengur dóma um sýningarnar mínar. Í staðinn mæti ég bara í vinnuna, geri mitt besta og reyni að segja eins marga brandara og hægt er. Ég get ekki eytt tíma mínum í að hugsa um hvað öðru fólki finnst um mig. Annars geri ég engum til geðs. Eina sem ég spái í er hvort miðar seljist á sýningarnar mínar og hvort fólki vilji koma og horfa á mig. Það er það eina sem skiptir máli.“ Miðasalan fer fram á Tix. Uppistand Grín og gaman Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Jim Jefferies er einn vinsælasti uppistandari sinnar kynslóðar og þykir hafa mjög beittan og ögrandi húmor. Hann hefur verið nefndur einn af topp fimm uppistöndurum heims og var valinn uppistandari ársins á Just for Laughs Festival sumarið 2019. Útvarpsmaðurinn Guðjón Smári Smárason á FM957 sló á þráðinn til Jim fyrr í vikunni og tók létt spjall við kappann en Guðjón Smári er mikill aðdáandi grínistans. Hver var uppáhalds grínistinn þinn þegar þú varst að alast upp í Ástralíu? „Það er ekki víst að þú hafir heyrt nafn hans áður enda er hann frá Ástralíu eins og ég og heitir Anthony Morgan. En utan hans verð ég helst að nefna Eddie Murphy sem hafði mikil áhrif á mig í æsku. Ég veit ekki hversu oft ég horfði á uppistöndin hans Delirious og Eddie Murphy Raw en ég var um tíu ára þegar ég kynntist honum. Ég hafði aldrei séð neinn blóta svona mikið áður enda þurfti ég að laumast til að horfa á þættina þegar foreldrar mínir voru ekki heima. Eddie var mikið að segja sögur úr æsku sinni og var svo hrár og beittur. Ég elskaði þetta!“ Þér finnst nú sjálfum ekkert leiðinlegt að blóta. Hvert er uppáhalds blótsyrðið þitt? „Það er ekkert betra en einfalt „fuck“. Það er blótsyrði sem er hægt nota hvar og hvenær sem er.“ Jeff hefur aldrei komið áður til Íslands og segist hlakka mikið til heimsóknarinnar. „Af öllum viðkomustöðum í þessu túr mínum hlakka ég mest til að koma til Íslands. Ég stoppa reyndar bara í 48 klst. þannig að ég hef takmarkaðan tíma. En ég hef heyrt að maturinn sé góður, náttúran sé yndisleg og fólkið sé fallegt. Þegar ég túra um heiminn kemur oft fyrir að ég hangi bara inni á hótelherberginu en í þetta skiptið mun ég pottþétt rölta aðeins um og skoða borgina og jafnvel nágrenni hennar.“ Það er óhætt að búast við miklu fjöri í Laugardalshöll 21. maí. Tryggðu þér miða áður en þeir seljast upp! Hvað er það skrýtnasta sem hefur komið fyrir þig á sviði? „Það hefur tvisvar sinnum gerst að áhorfandi úr sal stökk upp á svið og kýldi mig. Mig grunar að mikil neysla áfengis hafi átt stóran þátt í því. Þeir virtust ekki fíla brandarana mína og svo gæti ég hafa sagt eitthvað óviðeigandi um kærustur þeirra. En utan svona tilvika þá hefur komið fyrir að ég gleymi línunum mínum sem er auðvitað óþolandi.“ Beittur og ögrandi grínisti eins og þú hlýtur stundum að fá neikvæðar athugasemdir frá áhorfendum og gagnrýnendum. Tekur þú þeim illa? „Ég bara les ekki lengur dóma um sýningarnar mínar. Í staðinn mæti ég bara í vinnuna, geri mitt besta og reyni að segja eins marga brandara og hægt er. Ég get ekki eytt tíma mínum í að hugsa um hvað öðru fólki finnst um mig. Annars geri ég engum til geðs. Eina sem ég spái í er hvort miðar seljist á sýningarnar mínar og hvort fólki vilji koma og horfa á mig. Það er það eina sem skiptir máli.“ Miðasalan fer fram á Tix.
Uppistand Grín og gaman Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira