Inter Milan er á leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 1-0 sigur gegn nágrönnum sínum í AC Milan í kvöld.
Inter hafði betur í fyrri leik liðanna, 2-0, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir rauðröndótta Mílanóliðið. Þeir sköpuðu sér þó nokkur ágætisfæri og fengu tækifæri til að hleypa leiknum í háaloft, en Lautaro Martinez gerði út um vonir þeirra með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Romelu Lukaku.
Inter Milan er því á leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 3-0 sigur gegn nágrönnum sínum þar sem liðið mætir annað hvort Manchester City eða Real Madrid.