Umfjöllun og viðtöl: FH-Keflavík 3-1 | Hafnfirðingar spyrntu sér frá botninum Stefán Snær Ágústsson skrifar 16. maí 2023 23:20 Frá leik FH Instagram/@FHingar FH-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti Keflavík í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. FH lagði Keflavík í lokaleik fjórðu umferðar Bestu deildar kvenna í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Heimaliðið byrjaði af krafti og kláraði leikinn á fyrsta korteri með tveimur snöggum mörkum og algjörum yfirburðum. Þrátt fyrir ágæta endurkomu sem minnkaði muninn í eitt mark náðu gestirnir ekki að jafna og gerðu heimamenn endanlega út um leikinn á lokamínútu, lokatölur 3-1 fyrir FH sem er komið upp úr botnsæti deildarinnar Leikurinn hófst með látum en það tók aðeins fjórar mínútur fyrir heimaliðið að taka forystuna, úr fyrstu sókn leiksins. Frábær aukaspyrnu fyrirgjöf frá fyrirliðanum Sunnevu Hrönn olli usla inn á teig gestanna. Boltinn féll til Örnu Eiríksdóttur beint fyrir framan markið sem gat ekki annað en potað honum inn. Frábær byrjun hjá heimaliðinu gegn óskipulagðri vörn Keflavíkur. Aðdáendur voru rétt að ná andanum þegar annað mark FH kom. Í þetta skiptið var það Mackenzie George með frábæran snúning inni í teig Keflavíkur sem kom henni í skotstöðu. Skotið hennar var varið en boltinn skoppaði um í teig og aftur náði vörn Keflavíkur ekki að hreinsa. Fyrir rest endaði boltinn hjá Shaina Ashouri sem tásaði honum inn. Annað mark og FH komið í þægilega stöðu. Heimaliðið hélt áfram að pressa og lá í sókn. Valgerður Ósk og Elísa Lana skutu báðar í þverslánna með einnar mínútu millibili og voru gestirnir í hættu á að missa leikinn alfarið frá sér á þessu fyrsta korteri. Eftir kröftuga tuttugu mínútna aðsókn að marki Keflavíkur datt heimaliðið niður í orku og byrjuðu gestirnir að spila boltanum betur á milli sín. Ekki var mikið um færi það sem eftir var að fyrri hálfleik en var það í raun blessun fyrir Keflavík sem náðu að stöðva blæðinguna við tvö mörk. Keflavík hélt áfram að færast upp völlinn í seinni hálfleik og fengu verðskuldað mark á 57. mínútu þegar Alma Rós fann pláss fyrir utan teig FH. Skotið hennar var laust en vel miðað og skoppaði í stöngina og inn, of nákvæmt fyrir Aldísi í marki FH og allt í einu spenna í leiknum. Strax í kjölfarið hentu báðir þjálfarar í tvöfalda skiptingu og glæ nýr leikur hófst. Nú voru það heimakonur sem voru að verjast gegn pressu Keflavíkur. Þrátt fyrir betra spil var sóknarleikur gestanna ekki nægilega hnitmiðaður og voru það að lokum FH-ingar sem gerðu endanlega út um leikinn. Esther Rós fann pláss eftir gott spil upp hægri kantinn og kláraði færið snyrtilega í fyrsta niður í fjærhornið. FH með sanngjarnan sigur í spennandi leik, 3-1 lokatölur úr Krikanum. Af hverju vann FH? FH byrjaði leikinn af krafti og gerði í raun útum hann á fyrstu tíu mínútunum. Heimaliðið var skipulagðara og voru með fleiri vopn uppi, á meðan gestirnir úr Keflavík voru með meiri orku en minni gæði. Heimakonur voru tilbúnar þegar dómarinn flautaði leikinn af stað en það tók gestina um korer að vakna en það reyndist of seint. Hverjir stóðu upp úr? Það var engin leikmaður sem tók yfir leikinn en þó var kraftur í mörgum. Báðir hægri bakverðir vallarins, Colleen Kennedy í liði FH ogCaroline Slambrouck hjá Keflavík spiluðu hratt og létu til sín taka. Hjá FH var Valgerður Ósk stöðug á miðjunni sem gaf Shaina Ashouri frelsi til að skapa úr tíunni. Mackenzie George og Elísa Lana voru hættulegar í sókn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Keflavík stillti upp í heiðarlegt 433 kerfi en endaði með að spila nær 451. Þetta olli því að Linli Tu var einangruð frammi og kantmenn hennar náðu ekki að skapa fyrir hana. Keflavík var ósamheldið og þrátt fyrir orkumikla pressu voru ekki nógu margir leikmenn nálægt boltanum til að stela honum og skapa hættu. Hvað gerist næst? FH-ingar fara sáttar frá borði með kærkomin þrjú stig og sigur fyrir framan sína stuðningsmenn. Vonin þeirra er að þetta marki upphaf tímabilsins og þær geta byggt ofan á þessi úrslit þegar þær mæta sterku liði Breiðabliks á Kópavogsvelli eftir viku. Keflavík hefur ekki átt góða viku og hafa nú lekið inn níu mörk í síðustu tveimur leikjum. Liðið mun reyna snúa við gengi sínu þegar Selfoss mætir á Suðurnesin næstkomandi mánudag. Jonathan Glenn: Sáttur með viðbrögðin en ekki úrslitin Jonathan Glenn, fyrrverandi þjálfari ÍBV, er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild kvenna, var svekktur að hafa ekki náð að jafna leikinn eftir ágætan endasprett. „Svekkjandi. Við töpuðum leiknum á fyrstu tíu mínútunum. Slæm byrjun en eftir það voru viðbrögðin góð. Við misstum ekki höfuðið og við reyndum allt.“ „Í seinni hálfleik náði Alma Rós að skora, mjög efnilegur ungur leikmaður, fædd 2008, svo ég er mjög ánægður fyrir hennar hönd.“ „Við héldum áfram að reyna en það var ekki okkar dagur, við hendum okkar leikmönnum fram en þær refsa í lokin.“ „Ég er sáttur með viðbrögðin en ekki úrslitin.“ Gestirnir frá Keflavík byrjuðu leikinn afar illa og voru nánast áhorfendur gegn sókn FH, sem skoruðu tvö mörk og skutu tvisvar í þverslánna á fyrsta korteri leiksins. „Við vorum tilbúin en við slökktum á okkur í föstu leikatriðunum og þær skoruðu. Við verðum að vera lifandi í þessum augnablikum og elta leikmenn inn í teig sem við gerðum ekki.“ Eftir hörmulega byrjun vöknuðu gestirnir til lífs og færðu sig framar upp völlinn, þjálfaranum til mikillar gleði. „Ég var mjög ánægður með viðbrögð okkar. Við reyndum, við börðumst og reyndum. Við stjórnuðum leiknum eftir að við lentum undir en þetta var ekki okkar dagur til að ná jöfnunarmarki.“ Eftir úrslit kvöldsins er staðreyndin sú að Keflavíkur liðið hefur fengið á sig níu mörk úr síðustu tveimur leikjum. „Við þurfum að skella í lás. Í þessari deild, ef þú slekkur á þér þá gefur þú frá þér mörk. Þetta er eitthvað sem við þurfum að einblína á, við þurfum að skoða hlutina og sjá hvaða svæði við getum bætt til að stöðva þessa þróun.“ „Ég er bjartsýnn að við getum snúið þessu við.“ Besta deild kvenna
FH-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti Keflavík í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. FH lagði Keflavík í lokaleik fjórðu umferðar Bestu deildar kvenna í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Heimaliðið byrjaði af krafti og kláraði leikinn á fyrsta korteri með tveimur snöggum mörkum og algjörum yfirburðum. Þrátt fyrir ágæta endurkomu sem minnkaði muninn í eitt mark náðu gestirnir ekki að jafna og gerðu heimamenn endanlega út um leikinn á lokamínútu, lokatölur 3-1 fyrir FH sem er komið upp úr botnsæti deildarinnar Leikurinn hófst með látum en það tók aðeins fjórar mínútur fyrir heimaliðið að taka forystuna, úr fyrstu sókn leiksins. Frábær aukaspyrnu fyrirgjöf frá fyrirliðanum Sunnevu Hrönn olli usla inn á teig gestanna. Boltinn féll til Örnu Eiríksdóttur beint fyrir framan markið sem gat ekki annað en potað honum inn. Frábær byrjun hjá heimaliðinu gegn óskipulagðri vörn Keflavíkur. Aðdáendur voru rétt að ná andanum þegar annað mark FH kom. Í þetta skiptið var það Mackenzie George með frábæran snúning inni í teig Keflavíkur sem kom henni í skotstöðu. Skotið hennar var varið en boltinn skoppaði um í teig og aftur náði vörn Keflavíkur ekki að hreinsa. Fyrir rest endaði boltinn hjá Shaina Ashouri sem tásaði honum inn. Annað mark og FH komið í þægilega stöðu. Heimaliðið hélt áfram að pressa og lá í sókn. Valgerður Ósk og Elísa Lana skutu báðar í þverslánna með einnar mínútu millibili og voru gestirnir í hættu á að missa leikinn alfarið frá sér á þessu fyrsta korteri. Eftir kröftuga tuttugu mínútna aðsókn að marki Keflavíkur datt heimaliðið niður í orku og byrjuðu gestirnir að spila boltanum betur á milli sín. Ekki var mikið um færi það sem eftir var að fyrri hálfleik en var það í raun blessun fyrir Keflavík sem náðu að stöðva blæðinguna við tvö mörk. Keflavík hélt áfram að færast upp völlinn í seinni hálfleik og fengu verðskuldað mark á 57. mínútu þegar Alma Rós fann pláss fyrir utan teig FH. Skotið hennar var laust en vel miðað og skoppaði í stöngina og inn, of nákvæmt fyrir Aldísi í marki FH og allt í einu spenna í leiknum. Strax í kjölfarið hentu báðir þjálfarar í tvöfalda skiptingu og glæ nýr leikur hófst. Nú voru það heimakonur sem voru að verjast gegn pressu Keflavíkur. Þrátt fyrir betra spil var sóknarleikur gestanna ekki nægilega hnitmiðaður og voru það að lokum FH-ingar sem gerðu endanlega út um leikinn. Esther Rós fann pláss eftir gott spil upp hægri kantinn og kláraði færið snyrtilega í fyrsta niður í fjærhornið. FH með sanngjarnan sigur í spennandi leik, 3-1 lokatölur úr Krikanum. Af hverju vann FH? FH byrjaði leikinn af krafti og gerði í raun útum hann á fyrstu tíu mínútunum. Heimaliðið var skipulagðara og voru með fleiri vopn uppi, á meðan gestirnir úr Keflavík voru með meiri orku en minni gæði. Heimakonur voru tilbúnar þegar dómarinn flautaði leikinn af stað en það tók gestina um korer að vakna en það reyndist of seint. Hverjir stóðu upp úr? Það var engin leikmaður sem tók yfir leikinn en þó var kraftur í mörgum. Báðir hægri bakverðir vallarins, Colleen Kennedy í liði FH ogCaroline Slambrouck hjá Keflavík spiluðu hratt og létu til sín taka. Hjá FH var Valgerður Ósk stöðug á miðjunni sem gaf Shaina Ashouri frelsi til að skapa úr tíunni. Mackenzie George og Elísa Lana voru hættulegar í sókn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Keflavík stillti upp í heiðarlegt 433 kerfi en endaði með að spila nær 451. Þetta olli því að Linli Tu var einangruð frammi og kantmenn hennar náðu ekki að skapa fyrir hana. Keflavík var ósamheldið og þrátt fyrir orkumikla pressu voru ekki nógu margir leikmenn nálægt boltanum til að stela honum og skapa hættu. Hvað gerist næst? FH-ingar fara sáttar frá borði með kærkomin þrjú stig og sigur fyrir framan sína stuðningsmenn. Vonin þeirra er að þetta marki upphaf tímabilsins og þær geta byggt ofan á þessi úrslit þegar þær mæta sterku liði Breiðabliks á Kópavogsvelli eftir viku. Keflavík hefur ekki átt góða viku og hafa nú lekið inn níu mörk í síðustu tveimur leikjum. Liðið mun reyna snúa við gengi sínu þegar Selfoss mætir á Suðurnesin næstkomandi mánudag. Jonathan Glenn: Sáttur með viðbrögðin en ekki úrslitin Jonathan Glenn, fyrrverandi þjálfari ÍBV, er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild kvenna, var svekktur að hafa ekki náð að jafna leikinn eftir ágætan endasprett. „Svekkjandi. Við töpuðum leiknum á fyrstu tíu mínútunum. Slæm byrjun en eftir það voru viðbrögðin góð. Við misstum ekki höfuðið og við reyndum allt.“ „Í seinni hálfleik náði Alma Rós að skora, mjög efnilegur ungur leikmaður, fædd 2008, svo ég er mjög ánægður fyrir hennar hönd.“ „Við héldum áfram að reyna en það var ekki okkar dagur, við hendum okkar leikmönnum fram en þær refsa í lokin.“ „Ég er sáttur með viðbrögðin en ekki úrslitin.“ Gestirnir frá Keflavík byrjuðu leikinn afar illa og voru nánast áhorfendur gegn sókn FH, sem skoruðu tvö mörk og skutu tvisvar í þverslánna á fyrsta korteri leiksins. „Við vorum tilbúin en við slökktum á okkur í föstu leikatriðunum og þær skoruðu. Við verðum að vera lifandi í þessum augnablikum og elta leikmenn inn í teig sem við gerðum ekki.“ Eftir hörmulega byrjun vöknuðu gestirnir til lífs og færðu sig framar upp völlinn, þjálfaranum til mikillar gleði. „Ég var mjög ánægður með viðbrögð okkar. Við reyndum, við börðumst og reyndum. Við stjórnuðum leiknum eftir að við lentum undir en þetta var ekki okkar dagur til að ná jöfnunarmarki.“ Eftir úrslit kvöldsins er staðreyndin sú að Keflavíkur liðið hefur fengið á sig níu mörk úr síðustu tveimur leikjum. „Við þurfum að skella í lás. Í þessari deild, ef þú slekkur á þér þá gefur þú frá þér mörk. Þetta er eitthvað sem við þurfum að einblína á, við þurfum að skoða hlutina og sjá hvaða svæði við getum bætt til að stöðva þessa þróun.“ „Ég er bjartsýnn að við getum snúið þessu við.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti