Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Íris Hauksdóttir skrifar 19. maí 2023 07:00 Leikkonurnar Aldís Amah Hamilton og Jóhanna Vigdís Arnardóttir munu fara með aðalhlutverkin tvö. Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. Platan seldist í tugmilljónum eintaka þegar hún kom út árið 1995 og er meðal söluhæstu hljómplatna allra tíma. Hún hlaut fimm Grammy-verðlaun og gerði hina 21 árs gömlu Alanis að alþjóðlegri stórstjörnu á einni nóttu. Tónlist Alanis einkenndist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Lög á borð við „You Oughta Know“, „You Learn“ og „Ironic“ eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins. Söngleikur byggður á tónlist Alanis var frumsýndur á Broadway í lok árs 2019 og sló rækilega í gegn þrátt fyrir Covid-hindranir. Hann hlaut fimmtán tilnefningar til Tony-verðlaunanna og hreppti meðal annars verðlaunin fyrir besta handritið, en höfundur þess, Diablo Cody, er sennilega þekktust sem handritshöfundur kvikmynda á borð við Juno (2007), Young Adult (2011) og Tully (2018). Stjörnum prýddur leikhópur Eitruð lítil pilla segir frá Healy-fjölskyldunni; hjónunum Mary Jane og Steve og börnum þeirra Nick og Frankie. Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie er skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar sextíu tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru Oxycontin töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð. Stórleikkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir snýr aftur í Borgarleikhúsið í hlutverki Mary Jane en eiginmanninn Steve leikur Valur Freyr Einarsson. Leikhópinn fylla meðal annars þau Aldís Amah Hamilton, Íris Tanja Flygenring, Sigurður Ingvarsson, Haraldur Ari Stefánsson og Elín Sif Hall. Jóhann Vigdís Arnardóttir verður í hlutverki Mary Jane. Aldís Amah Hamilton mun leika dótturina Frankie. Íris Tanja Flygenring sem Jo. Sigurður Ingvarsson leikur Nick. Elín Sif Hall sem Bella. Jagged Little Pill Handrit: Diablo Cody Tónlist: Alanis Morissette Leikstjóri: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Þýðendur: Matthías Tryggvi Haraldsson og Ingólfur Eiríksson Danshöfundur: Saga Sigurðardóttir Tónlistarstjóri: Örn Eldjárn Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Karen Briem Jóhann Vigdís Arnardóttir (Mary Jane), Valur Freyr Einarsson (Steve), Aldís Amah Hamilton (Frankie), Sigurður Ingvarsson (Nick), Íris Tanja Flygenring (Jo), Haraldur Ari Stefánsson (Phoenix), Elín Sif Hall (Bella), Sölvi Dýrfjörð (Andrew), Rakel Ýr Stefánsdóttir (Lily), Hákon Jóhannesson (Charlie), Esther Talía Casey, Birna Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Védís Kjartansdóttir og Marinó Máni Mabazza. Frumsýning 16. febrúar 2024 á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikhús Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Platan seldist í tugmilljónum eintaka þegar hún kom út árið 1995 og er meðal söluhæstu hljómplatna allra tíma. Hún hlaut fimm Grammy-verðlaun og gerði hina 21 árs gömlu Alanis að alþjóðlegri stórstjörnu á einni nóttu. Tónlist Alanis einkenndist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Lög á borð við „You Oughta Know“, „You Learn“ og „Ironic“ eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins. Söngleikur byggður á tónlist Alanis var frumsýndur á Broadway í lok árs 2019 og sló rækilega í gegn þrátt fyrir Covid-hindranir. Hann hlaut fimmtán tilnefningar til Tony-verðlaunanna og hreppti meðal annars verðlaunin fyrir besta handritið, en höfundur þess, Diablo Cody, er sennilega þekktust sem handritshöfundur kvikmynda á borð við Juno (2007), Young Adult (2011) og Tully (2018). Stjörnum prýddur leikhópur Eitruð lítil pilla segir frá Healy-fjölskyldunni; hjónunum Mary Jane og Steve og börnum þeirra Nick og Frankie. Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie er skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar sextíu tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru Oxycontin töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð. Stórleikkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir snýr aftur í Borgarleikhúsið í hlutverki Mary Jane en eiginmanninn Steve leikur Valur Freyr Einarsson. Leikhópinn fylla meðal annars þau Aldís Amah Hamilton, Íris Tanja Flygenring, Sigurður Ingvarsson, Haraldur Ari Stefánsson og Elín Sif Hall. Jóhann Vigdís Arnardóttir verður í hlutverki Mary Jane. Aldís Amah Hamilton mun leika dótturina Frankie. Íris Tanja Flygenring sem Jo. Sigurður Ingvarsson leikur Nick. Elín Sif Hall sem Bella. Jagged Little Pill Handrit: Diablo Cody Tónlist: Alanis Morissette Leikstjóri: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Þýðendur: Matthías Tryggvi Haraldsson og Ingólfur Eiríksson Danshöfundur: Saga Sigurðardóttir Tónlistarstjóri: Örn Eldjárn Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Karen Briem Jóhann Vigdís Arnardóttir (Mary Jane), Valur Freyr Einarsson (Steve), Aldís Amah Hamilton (Frankie), Sigurður Ingvarsson (Nick), Íris Tanja Flygenring (Jo), Haraldur Ari Stefánsson (Phoenix), Elín Sif Hall (Bella), Sölvi Dýrfjörð (Andrew), Rakel Ýr Stefánsdóttir (Lily), Hákon Jóhannesson (Charlie), Esther Talía Casey, Birna Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Védís Kjartansdóttir og Marinó Máni Mabazza. Frumsýning 16. febrúar 2024 á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Leikhús Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira