GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 17:05 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Vals síðustu ár, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. vísir/Diego Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg. Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg.
Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti