Innherji

Del­o­itt­e og EY vilj­a sam­ein­ast

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
„Við teljum að samlegðaráhrif sé að finna í áherslum og rekstri fyrirtækjanna, sem hvert um sig hefur sín séreinkenni og styrkleika,“ segir Þorsteinn Pétur, forstjóri Deloitte
„Við teljum að samlegðaráhrif sé að finna í áherslum og rekstri fyrirtækjanna, sem hvert um sig hefur sín séreinkenni og styrkleika,“ segir Þorsteinn Pétur, forstjóri Deloitte Vísir/Vilhelm

Deloitte á Íslandi og EY á Íslandi hafa átt í viðræðum um mögulegan samruna fyrirtækjanna. Sameinað fyrirtæki mun starfa undir merkjum Deloitte og vera hluti af alþjóðlegu neti þess.

Viðræður eru í gangi og með fyrirvara um gerð áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Deloitte velti 5,6 milljörðum króna á síðasta rekstrarári og hagnaðist um 858 milljónir króna. Tekjur EY námu 1,2 milljörðum króna og hagnaður var 81 milljón króna.

„Við störfum á virkum samkeppnismarkaði þar sem eftirspurn frá viðskiptavinum eftir víðtækri hágæða heildarþjónustu fer vaxandi,“ segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi.

„Við teljum að samlegðaráhrif sé að finna í áherslum og rekstri fyrirtækjanna, sem hvert um sig hefur sín séreinkenni og styrkleika. Sameiningin mun gera okkur kleift að halda áfram að hafa áhrif á það sem skiptir máli á sívaxandi og breytilegum markaði; að veita viðskiptavinum okkar fjölbreytta þjónustu í faglegri ráðgjöf,“ segir hann í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×