Sami hópur segist hafa tekið niður vefsíðu Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 11:30 NoName057(16), rússneskur tölvuþrjótahópur, eignaði sér heiður af árásinni á Isavia í morgun. Skjáskot Álagsárás var gerð á vefsíðu Isavia sem lág niður í um tvær klukkustundir í morgun. Rússneskur tölvuþrjótahópur sem stóð að árásum á opinbera vefi í gær lýsti yfir ábyrgð á árásinni á Isavia. Vefsíðan sem birtir upplýsingar um flugferðir fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli lá niðri eftir árásina í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Tæknimönnum tókst að hrinda árásinni og koma síðunni aftur í loftið. Einhverjir notendur eru þó sagður geta átt í erfiðleikum áfram með að tengjast síðunni. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) virtist eigna sér ábyrgð á DDos-árásinni þegar hann birti mynd af villuskilaboðum á vefsíðu Isavia í morgun. Sá hópur er talinn tengdur rússnesku leyniþjónustunni og hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Isavia segir að þegar árásin var gerð í morgun hafi varasíða með aðgengi að flugupplýsingum um Keflavíkurflugvöll verið opnuð og vísað á hana á samfélagsmiðlum félagsins. Einnig hafi verið hægt að nálgast upplýsingar um innanlandsflug á vef Textavarpsins og flugfélaganna. Samfélagsmiðlar innanlandsflugvalla hafi vísað notendum þangað. Alþingi og dómstólavefir voru á milli þeirra sem tölvuþrjótarnir réðust á í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Netöryggissveit stjórnvalda varaði við því að búast mætti við áframhaldandi árásum. Álagsárásir eða DDos-árásir eru tegund af tölvuárás þar sem framköllluð er stóraukin umferð um vefsíðu til þess að láta hana hrynja undan álagi. Fréttir af flugi Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tengdar fréttir Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16. maí 2023 19:01 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Vefsíðan sem birtir upplýsingar um flugferðir fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli lá niðri eftir árásina í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Tæknimönnum tókst að hrinda árásinni og koma síðunni aftur í loftið. Einhverjir notendur eru þó sagður geta átt í erfiðleikum áfram með að tengjast síðunni. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) virtist eigna sér ábyrgð á DDos-árásinni þegar hann birti mynd af villuskilaboðum á vefsíðu Isavia í morgun. Sá hópur er talinn tengdur rússnesku leyniþjónustunni og hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Isavia segir að þegar árásin var gerð í morgun hafi varasíða með aðgengi að flugupplýsingum um Keflavíkurflugvöll verið opnuð og vísað á hana á samfélagsmiðlum félagsins. Einnig hafi verið hægt að nálgast upplýsingar um innanlandsflug á vef Textavarpsins og flugfélaganna. Samfélagsmiðlar innanlandsflugvalla hafi vísað notendum þangað. Alþingi og dómstólavefir voru á milli þeirra sem tölvuþrjótarnir réðust á í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Netöryggissveit stjórnvalda varaði við því að búast mætti við áframhaldandi árásum. Álagsárásir eða DDos-árásir eru tegund af tölvuárás þar sem framköllluð er stóraukin umferð um vefsíðu til þess að láta hana hrynja undan álagi.
Fréttir af flugi Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tengdar fréttir Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16. maí 2023 19:01 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16. maí 2023 19:01
Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27