GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 14:01 Kasper Jørgensen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins Vísir/Samsett mynd Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“ Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“
Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira