Harry og Meghan nærri því að lenda í stórslysi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 14:35 Hjónin voru hætt komin í gærkvöldi að eigin sögn vegna ljósmyndara. EPA Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, segjast hafa verið nálægt því að lenda í stórslysi í gær vegna ljósmyndara sem veittu þeim eftirför í New York þar sem þau yfirgáfu verðlaunahátíð. Meghan tók í gær við verðlaunum á verðlaunahátíðinni Women of Vision þar sem framsýnar konur eru heiðraðar. Meghan tók við verðlaunum og hélt ræðu þar sem hún hvatti aðrar konur til þess að láta sig jafnréttisbaráttu varða. Um var að ræða fyrsta skiptið sem hjónin koma fram saman opinberlega eftir krýningu Karls konungs. Vakti ræða Meghan mikla athygli. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hjónin hafi sent frá sér tilkynningu vegna ljósmyndara sem hafi veitt þeim eftirför að verðlaunahátíðinni lokinni. Segja þau að hurð hafi skollið nærri hælum. „Eftirförin entist í tvær klukkustundir og vorum við ítrekað nærri því að lenda í árekstrum við aðra ökumenn á veginum, gangandi vegfarendur og tvö lögregluþjóna,“ hefur miðillinn eftir tilkynningu hjónanna. Móðir Harry, Díana Bretaprinsessa, lést árið 1997 í bílslysi í París þegar ökumaður bíls hennar missti stjórn á honum á miklum hraða þar sem hann reyndi að komast undan ljósmyndurum sem elt höfðu Díönu á röndum. Harry hefur ítrekað sagt að hann hafi áhyggjur af því að sagan muni endurtaka sig í tilviki fjölskyldu sinnar og eiginkonu sinnar Meghan. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning þeirra af sér og fjölskyldu sinni. Hjónin á leið frá verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. James Devaney/GC Images/Getty Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Bandaríkin Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Meghan tók í gær við verðlaunum á verðlaunahátíðinni Women of Vision þar sem framsýnar konur eru heiðraðar. Meghan tók við verðlaunum og hélt ræðu þar sem hún hvatti aðrar konur til þess að láta sig jafnréttisbaráttu varða. Um var að ræða fyrsta skiptið sem hjónin koma fram saman opinberlega eftir krýningu Karls konungs. Vakti ræða Meghan mikla athygli. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hjónin hafi sent frá sér tilkynningu vegna ljósmyndara sem hafi veitt þeim eftirför að verðlaunahátíðinni lokinni. Segja þau að hurð hafi skollið nærri hælum. „Eftirförin entist í tvær klukkustundir og vorum við ítrekað nærri því að lenda í árekstrum við aðra ökumenn á veginum, gangandi vegfarendur og tvö lögregluþjóna,“ hefur miðillinn eftir tilkynningu hjónanna. Móðir Harry, Díana Bretaprinsessa, lést árið 1997 í bílslysi í París þegar ökumaður bíls hennar missti stjórn á honum á miklum hraða þar sem hann reyndi að komast undan ljósmyndurum sem elt höfðu Díönu á röndum. Harry hefur ítrekað sagt að hann hafi áhyggjur af því að sagan muni endurtaka sig í tilviki fjölskyldu sinnar og eiginkonu sinnar Meghan. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning þeirra af sér og fjölskyldu sinni. Hjónin á leið frá verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. James Devaney/GC Images/Getty
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Bandaríkin Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira