„Hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 15:11 Það verður hvert sæti skipað í Origo-höllinni á morgun. VÍSIR/VILHELM Eins og búast mátti við seldist strax upp á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta, sem fram fer á Hlíðarenda annað kvöld. Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira