Enski boltinn

Martinelli missir af síðustu leikjum Arsenal á leik­tíðinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gabriel Martinelli er meiddur á ökkla.
Gabriel Martinelli er meiddur á ökkla. Vísir/Getty Images

Brasilíumaðurinn Gabriel Martinelli mun ekki spila meira með Arsenal á leiktíðinni. Missir hann af síðustu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni þegar enn er tölfræðilegur möguleiki fyrir liðið að verða Englandsmeistari.

Hinn 21 árs gamli Martinelli hefur verið frábær fyrir Skytturnar á yfirstandandi leiktíð. Hann

hefur skorað 15 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 46 leikjum á leiktíðinni. Martinelli meiddist hins vegar illa á ökkla í 0-3 tapi liðsins gegn Brighton og Hove Albion í síðust umferð og getur því ekki aukið við markafjölda sinn.

Samkvæmt fréttum ytra er Martinelli með sködduð liðbönd í ökkla og verður frá næstu vikurnar. Hann ætti þó að vera klár þegar Arsenal hefur undirbúning fyrir tímabilið 2023-24.

Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 81 stig að loknum 36 leikjum. Manchester City er á toppnum með 85 stig og á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×