Chelsea á toppinn þegar tvær umferðir eru eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 21:30 Dagný og stöllur áttu ekki mikla möguleika í kvöld. Zac Goodwin/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea eru komnar á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United. Einnig vann Arsenal 4-1 sigur á Everton. Chelsea hefur hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum og var sigur kvöldsins fimmti sigurleikurinn í deildinni í röð. Þá hefur liðið skorað 17 mörk í síðustu þremur leikjum í deildinni. Ofan á það varð Chelsea bikarmeistari á dögunum eftir 1-0 sigur á Manchester United. Það var ljóst að verkefni Hamranna var erfitt í kvöld en Dagný og stöllur stóðu sig með prýði í fyrri hálfleik. Niamh Charles kom Chelsea yfir eftir 13 mínútur en það reyndist eina mark hálfleiksins. Pernille Harder tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú heim. Sophie Ingle gulltryggði sigurinn á 62. mínútu og þremur mínútum síðar var Dagný tekin af velli. Welsh wizard. #CFCW pic.twitter.com/0nZ8hjMo7U— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 17, 2023 Erin Cuthbert bætti við fjórða marki Chelsea þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn og Englandsmeistararnir eru komnir á topp deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Tróna þær á toppnum með 52 stig, tveimur meira en Man United. Í fyrri leik kvöldsins vann Arsenal 4-1 útisigur á Everton. Sá leikur var búinn í hálfleik en Arsenal skoraði fjögur mörk á 13 mínútna kafla. Caitlin Foord braut ísinn, Katie McCabe tvöfaldaði forystuna, Foord bætti við öðru marki sinu og þriðja marki Arsenal áður en Carlotte Wubben-Moy bætti við fjórða markinu. We're back in action...Let's keep it going! 0-4 (46) pic.twitter.com/YHJMgfxlF4— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 17, 2023 Þrátt fyrir að Agnes Beever-Jones hafi fengið rautt spjald í liði Everton á 49. mínútu þá virtist Arsenal ekki hafa mikinn áhuga á að niðurlægja heimaliðið. Katja Snoeijs minnkaði muninn fyrir Everton undir lok leiks og þar við sat, lokatölur 1-4. Skytturnar eru í 3. sæti með 47 stig og mæta Chelsea í næstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Chelsea hefur hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum og var sigur kvöldsins fimmti sigurleikurinn í deildinni í röð. Þá hefur liðið skorað 17 mörk í síðustu þremur leikjum í deildinni. Ofan á það varð Chelsea bikarmeistari á dögunum eftir 1-0 sigur á Manchester United. Það var ljóst að verkefni Hamranna var erfitt í kvöld en Dagný og stöllur stóðu sig með prýði í fyrri hálfleik. Niamh Charles kom Chelsea yfir eftir 13 mínútur en það reyndist eina mark hálfleiksins. Pernille Harder tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú heim. Sophie Ingle gulltryggði sigurinn á 62. mínútu og þremur mínútum síðar var Dagný tekin af velli. Welsh wizard. #CFCW pic.twitter.com/0nZ8hjMo7U— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 17, 2023 Erin Cuthbert bætti við fjórða marki Chelsea þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn og Englandsmeistararnir eru komnir á topp deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Tróna þær á toppnum með 52 stig, tveimur meira en Man United. Í fyrri leik kvöldsins vann Arsenal 4-1 útisigur á Everton. Sá leikur var búinn í hálfleik en Arsenal skoraði fjögur mörk á 13 mínútna kafla. Caitlin Foord braut ísinn, Katie McCabe tvöfaldaði forystuna, Foord bætti við öðru marki sinu og þriðja marki Arsenal áður en Carlotte Wubben-Moy bætti við fjórða markinu. We're back in action...Let's keep it going! 0-4 (46) pic.twitter.com/YHJMgfxlF4— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 17, 2023 Þrátt fyrir að Agnes Beever-Jones hafi fengið rautt spjald í liði Everton á 49. mínútu þá virtist Arsenal ekki hafa mikinn áhuga á að niðurlægja heimaliðið. Katja Snoeijs minnkaði muninn fyrir Everton undir lok leiks og þar við sat, lokatölur 1-4. Skytturnar eru í 3. sæti með 47 stig og mæta Chelsea í næstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira