Tíminn læknar ekki öll sár Arnar Sveinn Geirsson skrifar 18. maí 2023 12:31 Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar