Tíminn læknar ekki öll sár Arnar Sveinn Geirsson skrifar 18. maí 2023 12:31 Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun