Hitti forsetann sinn óvænt við Hallgrímskirkju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 17:00 Katerina ásamt Pavel við Hallgrímskirkju. Katerina Supikova Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund. Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær. Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær.
Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29