Snorra hvergi að finna á lista helsta sérfæðings Dana: Þó eru þar tveir Íslendingar Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2023 09:01 Snorri Steinn Guðjónsson hefur átt í viðræðum við GOG en hann er ekki á blaði hjá danska handboltasérfræðingnum Bent Nyegaard Vísir/Samsett mynd Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard kemur með ansi óvænt og fróðlegt innlegg inn í umræðuna hver eigi að taka við danska meistaraliði GOG í handbolta. Hann setur fram lista yfir þá þrjá erlendu þjálfara sem hann telur henta GOG vel, tveir Íslendingar eru þar á blaði. GOG er nú í þjálfaraleit eftir að ljóst varð að Nicolej Krickau, núverandi þjálfari liðsins, myndi taka við stjórnartaumunum hjá þýska stórliðinu Flensburg að yfirstandandi tímabili loknu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrum leikmaður GOG, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn GOG en einnig HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Snorri er ekki einn af þeim þremur erlendu þjálfurum sem Nyegaard setur fram sem bestu valkosti GOG. Nyegaard, sem þjálfaði á sínum tíma lið Fram og ÍR hér á landi og kenndi við Fjölbrautskólann í Breiðholti, telur að Íslendingarnir Aron Kristjánsson og Arnór Atlason séu tveir af þeim þremur bestu erlendu þjálfurum sem forsvarsmenn GOG gætu sótt. Hann setur fram sinn lista, yfir það hvaða erlendu þjálfara hann vill sjá hjá GOG, í samtali við TV2 Sport. „Aron Kristjánsson er stórt nafn þegar kemur að handbolta hér í Danmörku. Hér gerði hann garðinn frægan, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari,“ segir Nyegaard og bætir við. „Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa, bæði frá félags- og landsliðum og hefur sýnt það og sannað að hann getur þróað lið.“ Aron er sem stendur landsliðsþjálfari Barein. Aron KristjánssonGetty/Sven Hoppe Þá nefnir Nyegaard til sögunnar fyrrum íslenska landsliðsmanninn Arnór Atlason en í janúar fyrr á þessu ári sagði hann starfi sínu, sem þjálfari danska 21-árs landsliðsins lausu og á að taka við þjálfarastöðu hjá Holstebro í sumar. Þá hefur hann áður verið aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborg. „Arnór myndi passa fullkomlega inn í hugmyndafræði GOG. Á þessari stundu er hann að færa sig á milli starfa og hvort GOG geti keypt hann lausan frá Holstebro veit ég ekki.“ Arnór Atlason Vísir/Eva Björk Það er þó mat Nyegaard að Svisslendingurinn Andy Schmid sé besti erlendi þjálfarinn í starfið. Schmid er ennþá að spila og á að taka við svissneska landsliðinu frá árinu 2024. Andy SchmidVísir/Getty Danski handboltinn Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
GOG er nú í þjálfaraleit eftir að ljóst varð að Nicolej Krickau, núverandi þjálfari liðsins, myndi taka við stjórnartaumunum hjá þýska stórliðinu Flensburg að yfirstandandi tímabili loknu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrum leikmaður GOG, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn GOG en einnig HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Snorri er ekki einn af þeim þremur erlendu þjálfurum sem Nyegaard setur fram sem bestu valkosti GOG. Nyegaard, sem þjálfaði á sínum tíma lið Fram og ÍR hér á landi og kenndi við Fjölbrautskólann í Breiðholti, telur að Íslendingarnir Aron Kristjánsson og Arnór Atlason séu tveir af þeim þremur bestu erlendu þjálfurum sem forsvarsmenn GOG gætu sótt. Hann setur fram sinn lista, yfir það hvaða erlendu þjálfara hann vill sjá hjá GOG, í samtali við TV2 Sport. „Aron Kristjánsson er stórt nafn þegar kemur að handbolta hér í Danmörku. Hér gerði hann garðinn frægan, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari,“ segir Nyegaard og bætir við. „Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa, bæði frá félags- og landsliðum og hefur sýnt það og sannað að hann getur þróað lið.“ Aron er sem stendur landsliðsþjálfari Barein. Aron KristjánssonGetty/Sven Hoppe Þá nefnir Nyegaard til sögunnar fyrrum íslenska landsliðsmanninn Arnór Atlason en í janúar fyrr á þessu ári sagði hann starfi sínu, sem þjálfari danska 21-árs landsliðsins lausu og á að taka við þjálfarastöðu hjá Holstebro í sumar. Þá hefur hann áður verið aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborg. „Arnór myndi passa fullkomlega inn í hugmyndafræði GOG. Á þessari stundu er hann að færa sig á milli starfa og hvort GOG geti keypt hann lausan frá Holstebro veit ég ekki.“ Arnór Atlason Vísir/Eva Björk Það er þó mat Nyegaard að Svisslendingurinn Andy Schmid sé besti erlendi þjálfarinn í starfið. Schmid er ennþá að spila og á að taka við svissneska landsliðinu frá árinu 2024. Andy SchmidVísir/Getty
Danski handboltinn Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01
Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30
GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti