Leiknum lauk með sögulegum sigri Tindastóls sem tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfubolta.
Bryddað var upp á nýjung í úrslitaeinvígjum Vals á nýafstöðnu tímabili þar sem boðið var upp á „courtside“ sæti alveg upp við völlinn og gátu áhorfendur þar með verið alveg ofan í því sem var að eiga sér stað inn á vellinum.
Miðar í þessi fínni sæti kostuðu 10 þúsund krónur og var hamborgari og bjór innifalinn í miðaverðinu.
Líkt og sjá mátti í sjónvarpsútsendingu Stöð 2 Sport frá leik gærkvöldsins voru margir þjóðþekktir einstaklingar sem létu sig ekki vanta og splæstu í „courtside miða.“
Meðal þeirra var atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Hörður Björgvin Magnússon leikmaður Panathinaikos í Grikklandi.

Logi Geirsson, einkaþjálfari og handboltakempa, mætti einnig á leikinn og bauð syni sínum með.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var á svæðinu og við hlið hennar má sjá Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúa og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins og Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóra Regins hf.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mætti á alla leiki í úrslitaeinvígis Vals og Tindastóls.

Auðunn Blöndal, Sauðkrækingur, gat fagnað í lok leiks. Honum til halds og trausts á leiknum var knattspyrnugoðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen.

Andri Rúnar Bjarnason, markamaskína og sóknarmaður Vals í fótbolta, lét sig ekki vanta en Andri Rúnar er mikill áhugamaður um körfubolta líkt og má sjá á NBA jakkanum sem hann skartaði.

Dagur B. Eggertson, borgarstjóri Reykjavíkur, sat við annan enda vallarins.

Íslenska körfuboltagoðsögnin Logi Gunnarsson, sem lagði skóna á hilluna eftir einvígi Tindastóls og Njarðvíkur var í Origohöllinni.

Valsarinn Guðni Bergsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, studdi við bakið á sínum mönnum.

Aron Mola hefur farið á kostum í leiknu handboltaþáttaröðinni Afturelding. Hann gaf körfuboltanum séns í gærkvöldi.

Sérfræðingarnir Teddi Ponza, Siggi Bond og Hrafnkell Freyr voru léttir, ljúfir og kátir.

Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu, mátti þola tap gegn Grindavík í Mjólkurbikarnum nokkrum klukkustundum fyrir leik Vals og Tindastóls. Hann sat með útvarpsmanninum Rikka G á leiknum.

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og Valsari, gæti skrifað góða bók um magnað gengi Tindastóls.

Þá var Gummi Kíró, framkvæmdastjóri Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur á svæðinu.

Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, er grjótharður Valsarari og spilaði með liðinu á árum áður. Hér að neðan ræða þeir Svali Björgvinsson málin.

Íslandsmeistarar kvenna í körfunni í Val voru að sjálfsögðu í bestu sætunum á fremsta bekk.

Leikaravinirnir Jóhann Kristófer og Sigurbjartur Sturla Atlason við hlið Andra Rúnars Bjarnasonar.
