Í tilkynningu frá félaginu segir að 2023 sé fjörutíu ára afmælisár Félags fasteignasala.

Haft er eftir Moniku að framundan séu fjölmörg verkefni á vegum stjórnarinnar, meðal annars innleiðing og þróun rafrænna þinglýsinga í fasteignaviðskiptum, samskipti við opinbera aðila og aðra er tengjast fasteignamarkaðnum, áframhaldandi styrkingu endurmenntunar og siðareglna félagsmanna FF og endurbætur á fasteignavef FF sem sé að finna á Vísi.
Þá muni stjórnin áfram stuðla að framþróun fasteignaviðskipta og auknu öryggi neytenda í þeim efnum.
Stjórn FF á árinu 2023 – 2024 er þannig skipuð:
- Monika Hjálmtýsdóttir, formaður
- Aron Freyr Eiríksson, varaformaður
- Herdís Valb. Hölludóttir, meðstjórnandi
- Kristín Sigurey Sigurðardóttir, gjaldkeri
- Ólafur Már Ólafsson, ritari
- Snorri Sigurðsson, varamaður