Starfsmenn og nemendur mótmæla fyrirhugaðri sameiningu Kvennó og MS Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. maí 2023 13:16 Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, hyggst mæta á mótmælin sem boðað hefur verið til vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund. stjórnarráðið Nemendur og kennarar við Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund mótmæla fyrirhuguðum samruna skólanna og segja mennta- og barnamálaráðuneytið taka stór skref án samráðs og aðkomu nemenda og starfsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema, nemendur skólanna beggja og kennarar hafa boðið til mótmæla í dag sem hefjast klukkan eitt í dag fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Skólameistari Kvennaskólans segir alveg ljóst að mikil andstaða sé við hugmyndina. Hugmyndir stýrihóps á vegum mennta- og barnamálaráðherra vegna sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund hafa verið harðlega gagnrýndar. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Kvennaskólans segir andstöðuna einna helst snúa að menningarverðmætum skólanna tveggja og ótta um að þau muni glatast við samruna. Menningarverðmæti glatist „Það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það er mikil andstaða vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Hún er bæði innan og utan skólans hvað okkur varðar. Mín upplifun er sú að þetta tengist almennt hugmyndinni um sameiningunni við aðra skóla og þá hugmyndinni um að menningarverðmæti skólastarfsins glatist,“ segir Kolfinna. Það taki tíma að byggja upp ákveðinn skólabrag og menningarverðmæti. „Í hverjum skóla verða til samskipti og gildi og skólastarf speglast líka í náttúrulegu umhverfi. Í tilfelli Kvennaskólans þá eru mjög rík tengsl við sögu jafnréttisbaráttu kvenna og hvernig þeim gildum hefur verið haldið í gegnum tíðina. Þannig ég held að þetta sé að speglast í þessum mótmælum sem við erum að fara sjá í dag,“ segir Kolfinna jafnframt. Slæm tímasetning stjórnvalda Þá hefur tímasetningin á fýsileikakönnun vegna fyrirhugaðrar sameiningu einnig verið gagnrýnd. „Að mínu mati er þetta eitthvað til að draga lærdóm af. Tímasetningin hún er erfið. Það er mikið álag í skólanum á þessum tíma. Auðvitað er alltaf álag en það er alveg sérstaklega mikið álag á skólunum á vorin. Það var líka stuttur tími gefinn til að skila gögnum inn en við náttúrulega bara bregðumst við því og gerum okkar besta eins og alltaf. Við höfum verið að vinna núna í því að taka niður sjónarmið starfsfólks og nemenda. Auðvitað hefðum við viljað hafa tíma fyrir víðtækara samráð til dæmis við foreldra og hollvini skólans,“ segir Kolfinna. Skólastjórnendur stefni að því að skila af sér greinargerð um málið í næstu viku. Kolfinna segir breytingaröfl innan Kvennaskólans og að skólinn sé tilbúinn í samstarf um innleiðingu þeirra áherslna sem birtist í menntastefnu stjórnvalda um aukna farsæld og skólaþróun. „Það er líka rétt að halda því til haga að eins og málið var kynnt í upphafi þá er einnig verið að skoða hvort að aukið samstarf skóla sé kostur með hliðsjón af framtíðaráskorunum.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28. apríl 2023 21:28 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hugmyndir stýrihóps á vegum mennta- og barnamálaráðherra vegna sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund hafa verið harðlega gagnrýndar. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Kvennaskólans segir andstöðuna einna helst snúa að menningarverðmætum skólanna tveggja og ótta um að þau muni glatast við samruna. Menningarverðmæti glatist „Það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það er mikil andstaða vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Hún er bæði innan og utan skólans hvað okkur varðar. Mín upplifun er sú að þetta tengist almennt hugmyndinni um sameiningunni við aðra skóla og þá hugmyndinni um að menningarverðmæti skólastarfsins glatist,“ segir Kolfinna. Það taki tíma að byggja upp ákveðinn skólabrag og menningarverðmæti. „Í hverjum skóla verða til samskipti og gildi og skólastarf speglast líka í náttúrulegu umhverfi. Í tilfelli Kvennaskólans þá eru mjög rík tengsl við sögu jafnréttisbaráttu kvenna og hvernig þeim gildum hefur verið haldið í gegnum tíðina. Þannig ég held að þetta sé að speglast í þessum mótmælum sem við erum að fara sjá í dag,“ segir Kolfinna jafnframt. Slæm tímasetning stjórnvalda Þá hefur tímasetningin á fýsileikakönnun vegna fyrirhugaðrar sameiningu einnig verið gagnrýnd. „Að mínu mati er þetta eitthvað til að draga lærdóm af. Tímasetningin hún er erfið. Það er mikið álag í skólanum á þessum tíma. Auðvitað er alltaf álag en það er alveg sérstaklega mikið álag á skólunum á vorin. Það var líka stuttur tími gefinn til að skila gögnum inn en við náttúrulega bara bregðumst við því og gerum okkar besta eins og alltaf. Við höfum verið að vinna núna í því að taka niður sjónarmið starfsfólks og nemenda. Auðvitað hefðum við viljað hafa tíma fyrir víðtækara samráð til dæmis við foreldra og hollvini skólans,“ segir Kolfinna. Skólastjórnendur stefni að því að skila af sér greinargerð um málið í næstu viku. Kolfinna segir breytingaröfl innan Kvennaskólans og að skólinn sé tilbúinn í samstarf um innleiðingu þeirra áherslna sem birtist í menntastefnu stjórnvalda um aukna farsæld og skólaþróun. „Það er líka rétt að halda því til haga að eins og málið var kynnt í upphafi þá er einnig verið að skoða hvort að aukið samstarf skóla sé kostur með hliðsjón af framtíðaráskorunum.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28. apríl 2023 21:28 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28. apríl 2023 21:28
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22