Innlent

Trans Ís­land fær mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Ísland, tekur við mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar í Höfða frá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra.
Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Ísland, tekur við mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar í Höfða frá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra. Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri af­henti í dag Ólöfu Bjarka Antons for­manni sam­takanna Trans Ís­land mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar 2023 en sam­tökin hafa barist fyrir réttindum trans fólks á Ís­landi.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá borginni. Þar segir að verð­launin séu veitt ár­lega til ein­stak­linga, hópa, fé­laga­sam­taka eða stofnana sem á eftir­tektar­verðan hátt hafa staðið vörð um mann­réttindi.

Verð­launin voru veitt í Höfða í dag 19. maí, en mann­réttinda­dagur Reykja­víkur­borgar er 16. maí og segir í til­kynningu borgarinnar að mark­mið dagsins sé að vekja at­hygli á mann­réttindum borgar­búa og mann­réttinda­stefnu borgarinnar. Það var mann­réttinda- og of­beldis­varnar­ráð sem sam­þykkti á fundi sínum þann 15. maí að Trans Ís­land hlyti verð­launin.

Í efri röð frá vinstri: Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Reyn Alpha, Elías Rúni og Andie Sophia Fontaine, í stjórn Trans Ísland. Í neðri röð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ólöf Bjarki Antons formaður Trans Ísland.Reykjavíkurborg

Hafi valdið grund­vallar­breytingu á skilningi fólks

Hand­hafi verð­launanna hlýtur að launum 600.000 þúsund krónur. Í rök­stuðningi val­nefndar segir að fé­lagið hafi frá árinu 2007 barist fyrir réttindum trans fólks. Fé­lagið hafi með starfi sínu valdið grund­vallar­breytingu á skilningi fólks á kynja­jafn­rétti.

Í gegnum árin hafi fé­lagið staðið fyrir um­fangs­mikilli fræðslu til al­mennings um mál­efni trans fólks og unnið fag­lega með stjórn­völdum til að tryggja kyn­rænt sjálf­ræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ís­land vinni náið með al­manna­heilla­sam­tökum hér á landi og er­lendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hin­segin fólks.

Haft er eftir Degi B. Eggerts­syni borgar­stjóra frá verð­launa­af­hendingunni að það væri afar mikil­vægt að öll fengju notið mann­réttinda. Borgin vinni stöðugt að því að styrkja og standa vörð um þá hópa sem eru ber­skjaldaðir í sam­fé­laginu, og vill tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda á­vallt mann­réttindum á lofti.

Áður hafa hlotið mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar:

Al­þjóða­hús 2008

Rauði Kross Ís­lands 2009

Blátt á­fram 2010

Hin­segin dagar 2011

List án landa­mæra 2012

Kvenna­at­hvarfið 2013

Geð­hjálp 2014

Frú Ragn­heiður 2015

Þórunn Ólafs­dóttir 2016

Með okkar augum 2017

Sam­tök kvenna af er­lendum upp­runa á Ís­landi -W.O.M.E.N. Á Ís­landi 2018

Móður­mál – Association of Bilingual­ism 2019

Solaris hjálpar­sam­tök fyrir hælis­leit­endur og flótta­fólk á Ís­landi 2020

Rótin, fé­lag um konur á­föll og vímu­gjafa 2021

Pepp Ís­land, gras­rót fólks í fá­tækt 2022

Trans Ís­land 2023




Fleiri fréttir

Sjá meira


×