Vegagerðin tók saman umferðartölurnar með svokölluðum lykilteljurum dagana 9. til 10. maí og svo 16. til 17. maí. Fundurinn stóð yfir dagana síðarnefndu.

Vegagerðin telur muninn á lykilteljurunum, þessi tvö prósent, svo lítinn að ekki sé hægt að fullyrða að umferð hafi minnkað vegna fundarins. Sveiflan gæti hafa verið eðlileg milli vikna.
Á milli Hringbrautar og Sæbrautar var hins vegar önnur staða uppi.
„Við sjáum að samkvæmt umferðartölum, þá minnkaði umferð á Sæbraut við Höfða töluvert, eða um 60% en hins vegar jókst umferð á Hringbraut að sama skapi um 30% milli þeirra tímabila sem voru til skoðunar. Það gæti gefið vísbendingu um að umferðin um Sæbraut hafi færst yfir á Hringbraut meðan á fundinum stóð,“ er haft eftir Sigríði Lilju Skúladóttur, verkfræðingi á umferðar- og umferðaröryggisdeild Vegagerðarinnar, í tilkynningu.
