Frá Feyenoord til Tottenham? Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 23:01 Arne Slot gæti tekið við sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Vísir/Getty Hollendingurinn Arne Slot er einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á dögunum. Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“ Hollenski boltinn Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Sjá meira
Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“
Hollenski boltinn Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Sjá meira