Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. maí 2023 10:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los eftir 30 ára hlé. Ragnar byrjar daginn alltaf á kaffi í rúmið með eiginkonunni, smá hjónaspjalli og kíkir á fréttir og dagskrá dagsins áður en börnin á heimilinu eru vakin. Ragnar er óhræddur við að treysta innsæinu sínu. Vísir/Vilhelm Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á undan vekjaraklukkunni, ég vakna yfirleitt frekar snemma, enginn sérstakur tími en yfirleitt upp úr klukkan sex, en á það til að dorma til átta eða níu um helgar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Fæ mér alltaf kaffi í rúmið. Við Guðbjörg reynum að skiptast á að sækja kaffi í rúmið en hún er frekar óþolinmóð og á ómögulegt með að liggja kyrr eftir að hún vaknar, þess vegna fer hún oftar að sækja kaffið heldur en ég. Svo tökum við morgunspjall og smá símatíma, ég kíki yfir fréttirnar, fer yfir skilaboð og tölvupósta og skipulegg daginn. Vek svo börnin rúmlega sjö ef Guðbjörg er ekki búin að því en við erum með tvö af fimm börnum okkar heima. Þau eru 11 og 15 ára sem sjá um sig að mestu sjálf á morgnana.“ Er eitthvað lag frá unglingsárunum, sem kemur þér enn þá alltaf í dúndurstuð? „Það hlýtur að vera það sama og hjá flestum landsmönnum en það er lagið Mónakó með S.H.Draumi. Ef það kemur ekki blóðrásinni af stað þá veit ég ekki hvað það ætti að vera.“ Ragnar vinnur að því þessa dagana að koma sér í betra hjólaform til að undirbúa átta daga hjólaferð sem er framundan þar sem hjólað er frá Danmörku til Parísar. Í skipulagi segist Ragnar taka sér tíma til að hugsa málin og vilji vita hvar málin enda áður en lagt er af stað. Eiginkonan er hins vegar skipulagsnördinn og því hringja stjórnendur VR stundum í hana til að heyra hvenær þau hjónin eru laus og hvenær ekki.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að brasa í ansi mörgu en það sem er helst á baugi þessa dagana eru verkefni tengd kjaramálunum. Erum að skipuleggja innra starf VR og koma því af stað eftir nýafstaðnar kosningar. Erum að undirbúa og hefja framkvæmdir á fyrstu íbúðunum Blævar, nýju húsnæðisfélagi ASÍ og BSRB, svo erum við í miðjum viðræðum um nýjan kjarasamning, ég er að undirbúa frekari mótmæli á Austurvelli og við Seðlabankann, við erum að koma nýrri miðstjórn ASÍ af stað og móta verkefnin sem framundan eru, ég er að mála unglingaherbergi, í bílaviðgerðum með elsta stráknum og fagna útskrift með þeim næstelsta, skipuleggja vorverkin heima, undirbúningur og æfingar fyrir upptökur á tveimur nýjum lögum með hljómsveitinni minni Fjöll. Æfingar með gömlu hljómsveitinni minni Los sem er að koma saman aftur eftir 30 ár af sérstöku tilefni, svo er ég að reyna að komast í betra hjólaform fyrir Rynkeby fjáröflunarverkefnið í Júlí en við munum þá hjóla um 1.300km. leið frá Danmörku til Parísar á átta dögum, til styrktar Umhyggju styrktarfélags langveikra barna. Svo er ég alltaf að skrifa eitthvað og stúdera, og auðvitað finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Annars bara hangs þess á milli.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hugsa mikið og pæli í hlutunum áður en ég framkvæmi, ég vil helst vera með á hreinu hvernig ég byrja og hvar ég enda áður en ég fer af stað. Það getur því tekið smá tíma að koma sér af stað í verkefnin en þá vinnast þau hratt og vel. Ég gæti alveg lýst mér sem pínu skipulagt kaós á köflum, en ég er að eðlisfari mjög drífandi í öllu sem ég geri og er algjörlega óhræddur við að taka ákvarðanir og treysta innsæi mínu og þeirra sem standa mér næst. Mér leiðist fátt meira þegar mikill tími fer í að taka einfaldar ákvarðanir. Síðan heldur Guðbjörg eiginkona mín um skipulagið líka, hún er skipulagsnörd og hún heldur utan um öll plön, ráðstefnur og vinnufundi, frí og ferðir, marga mánuði fram í tímann. Það kemur fyrir að stjórnendur hjá okkur í VR hafi samband við Guðbjörgu frekar en mig til að kanna hvort við séum laus á tilteknum tímum. En við pössum fullkomlega saman hvað þetta varðar. Vegum hvort annað upp.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég veit ekkert hvenær ég sofna nákvæmlega en það gæti verið að meðaltali klukkan ellefu-ish. En ég er hins vegar komin í háttinn klukkan tíu á kvöldin, jafnvel fyrr.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á undan vekjaraklukkunni, ég vakna yfirleitt frekar snemma, enginn sérstakur tími en yfirleitt upp úr klukkan sex, en á það til að dorma til átta eða níu um helgar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Fæ mér alltaf kaffi í rúmið. Við Guðbjörg reynum að skiptast á að sækja kaffi í rúmið en hún er frekar óþolinmóð og á ómögulegt með að liggja kyrr eftir að hún vaknar, þess vegna fer hún oftar að sækja kaffið heldur en ég. Svo tökum við morgunspjall og smá símatíma, ég kíki yfir fréttirnar, fer yfir skilaboð og tölvupósta og skipulegg daginn. Vek svo börnin rúmlega sjö ef Guðbjörg er ekki búin að því en við erum með tvö af fimm börnum okkar heima. Þau eru 11 og 15 ára sem sjá um sig að mestu sjálf á morgnana.“ Er eitthvað lag frá unglingsárunum, sem kemur þér enn þá alltaf í dúndurstuð? „Það hlýtur að vera það sama og hjá flestum landsmönnum en það er lagið Mónakó með S.H.Draumi. Ef það kemur ekki blóðrásinni af stað þá veit ég ekki hvað það ætti að vera.“ Ragnar vinnur að því þessa dagana að koma sér í betra hjólaform til að undirbúa átta daga hjólaferð sem er framundan þar sem hjólað er frá Danmörku til Parísar. Í skipulagi segist Ragnar taka sér tíma til að hugsa málin og vilji vita hvar málin enda áður en lagt er af stað. Eiginkonan er hins vegar skipulagsnördinn og því hringja stjórnendur VR stundum í hana til að heyra hvenær þau hjónin eru laus og hvenær ekki.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að brasa í ansi mörgu en það sem er helst á baugi þessa dagana eru verkefni tengd kjaramálunum. Erum að skipuleggja innra starf VR og koma því af stað eftir nýafstaðnar kosningar. Erum að undirbúa og hefja framkvæmdir á fyrstu íbúðunum Blævar, nýju húsnæðisfélagi ASÍ og BSRB, svo erum við í miðjum viðræðum um nýjan kjarasamning, ég er að undirbúa frekari mótmæli á Austurvelli og við Seðlabankann, við erum að koma nýrri miðstjórn ASÍ af stað og móta verkefnin sem framundan eru, ég er að mála unglingaherbergi, í bílaviðgerðum með elsta stráknum og fagna útskrift með þeim næstelsta, skipuleggja vorverkin heima, undirbúningur og æfingar fyrir upptökur á tveimur nýjum lögum með hljómsveitinni minni Fjöll. Æfingar með gömlu hljómsveitinni minni Los sem er að koma saman aftur eftir 30 ár af sérstöku tilefni, svo er ég að reyna að komast í betra hjólaform fyrir Rynkeby fjáröflunarverkefnið í Júlí en við munum þá hjóla um 1.300km. leið frá Danmörku til Parísar á átta dögum, til styrktar Umhyggju styrktarfélags langveikra barna. Svo er ég alltaf að skrifa eitthvað og stúdera, og auðvitað finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Annars bara hangs þess á milli.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hugsa mikið og pæli í hlutunum áður en ég framkvæmi, ég vil helst vera með á hreinu hvernig ég byrja og hvar ég enda áður en ég fer af stað. Það getur því tekið smá tíma að koma sér af stað í verkefnin en þá vinnast þau hratt og vel. Ég gæti alveg lýst mér sem pínu skipulagt kaós á köflum, en ég er að eðlisfari mjög drífandi í öllu sem ég geri og er algjörlega óhræddur við að taka ákvarðanir og treysta innsæi mínu og þeirra sem standa mér næst. Mér leiðist fátt meira þegar mikill tími fer í að taka einfaldar ákvarðanir. Síðan heldur Guðbjörg eiginkona mín um skipulagið líka, hún er skipulagsnörd og hún heldur utan um öll plön, ráðstefnur og vinnufundi, frí og ferðir, marga mánuði fram í tímann. Það kemur fyrir að stjórnendur hjá okkur í VR hafi samband við Guðbjörgu frekar en mig til að kanna hvort við séum laus á tilteknum tímum. En við pössum fullkomlega saman hvað þetta varðar. Vegum hvort annað upp.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég veit ekkert hvenær ég sofna nákvæmlega en það gæti verið að meðaltali klukkan ellefu-ish. En ég er hins vegar komin í háttinn klukkan tíu á kvöldin, jafnvel fyrr.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00
Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01
„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00
Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00
Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02