Fyrst og fremst vonbrigði fyrir Norðurland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2023 12:02 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Aðsend Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Í gær var greint frá því að stjórn Niceair myndi óska eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan væri óeðlilegir viðskiptahættir erlends samstarfsfélaga. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og átti heimahöfn á Akureyri. Þaðan var flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Tenerife og Alicante. Í síðasta mánuði var gert hlé á starfsemi félagsins og reynt að koma betri skipan á fjármál félagsins. Nú er orðið ljóst að það gekk ekki eftir. Bæjarstjóri Akureyrar segir áhrif af gjaldþrotinu mikil, á alla íbúa Norðurlands. „Þetta voru náttúrulega miklar væntingar sem við höfðum til þess að fá beint flug frá Akureyri til Evrópu. Það eru kannski bara fyrst og fremst vonbrigði að þetta hafi farið með þessum hætti,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Mikill missir sé af félaginu, á fleiri en eina vegu. „Bæði það að fá ferðamenn inn á svæðið og fá þessa aðra gátt inn í landið, og síðan að þjónusta íbúana á þessum hluta landsins með því að fljúga beint til Evrópu frá Akureyri.“ Vel hægt að fljúga út frá Akureyri Gjaldþrot félagsins sé þó ekki til marks um að markaðurinn fyrir utanlandsflug frá Norðurlandi sé of lítill. Síður en svo. „Ég held að þessi tilraun hafi alveg sýnt það að það er sannarlega markaður fyrir nákvæmlega þetta flug. En það var ekki það sem réði því að fyrirtækið fór á hausinn. Það voru aðrar forsendur, eða aðrar ástæður fyrir því.“ Þú sérð alveg fyrir þér að í framtíðinni verði hægt að reyna þetta aftur? „Að sjálfsögðu, mér finnst það engin spurning,“ segir Ásthildur. Gjafabréf sennilega farin í vaskin Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að líklegt væri að gjafabréf sem fólk ætti inni hjá félaginu væru ónýt. Fyrri reynsla af gjaldþrotum flugfélaga sýndi það. Engu að síður mælti hann með því að fólk lýsti kröfum í búið, auk þess sem samtökin myndu birta upplýsingar á vefsíðu sinni um hvernig fólk gæti borið sig að í þeim efnum. Niceair Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í gær var greint frá því að stjórn Niceair myndi óska eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan væri óeðlilegir viðskiptahættir erlends samstarfsfélaga. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og átti heimahöfn á Akureyri. Þaðan var flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Tenerife og Alicante. Í síðasta mánuði var gert hlé á starfsemi félagsins og reynt að koma betri skipan á fjármál félagsins. Nú er orðið ljóst að það gekk ekki eftir. Bæjarstjóri Akureyrar segir áhrif af gjaldþrotinu mikil, á alla íbúa Norðurlands. „Þetta voru náttúrulega miklar væntingar sem við höfðum til þess að fá beint flug frá Akureyri til Evrópu. Það eru kannski bara fyrst og fremst vonbrigði að þetta hafi farið með þessum hætti,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Mikill missir sé af félaginu, á fleiri en eina vegu. „Bæði það að fá ferðamenn inn á svæðið og fá þessa aðra gátt inn í landið, og síðan að þjónusta íbúana á þessum hluta landsins með því að fljúga beint til Evrópu frá Akureyri.“ Vel hægt að fljúga út frá Akureyri Gjaldþrot félagsins sé þó ekki til marks um að markaðurinn fyrir utanlandsflug frá Norðurlandi sé of lítill. Síður en svo. „Ég held að þessi tilraun hafi alveg sýnt það að það er sannarlega markaður fyrir nákvæmlega þetta flug. En það var ekki það sem réði því að fyrirtækið fór á hausinn. Það voru aðrar forsendur, eða aðrar ástæður fyrir því.“ Þú sérð alveg fyrir þér að í framtíðinni verði hægt að reyna þetta aftur? „Að sjálfsögðu, mér finnst það engin spurning,“ segir Ásthildur. Gjafabréf sennilega farin í vaskin Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að líklegt væri að gjafabréf sem fólk ætti inni hjá félaginu væru ónýt. Fyrri reynsla af gjaldþrotum flugfélaga sýndi það. Engu að síður mælti hann með því að fólk lýsti kröfum í búið, auk þess sem samtökin myndu birta upplýsingar á vefsíðu sinni um hvernig fólk gæti borið sig að í þeim efnum.
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira