Fyrst og fremst vonbrigði fyrir Norðurland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2023 12:02 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Aðsend Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Í gær var greint frá því að stjórn Niceair myndi óska eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan væri óeðlilegir viðskiptahættir erlends samstarfsfélaga. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og átti heimahöfn á Akureyri. Þaðan var flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Tenerife og Alicante. Í síðasta mánuði var gert hlé á starfsemi félagsins og reynt að koma betri skipan á fjármál félagsins. Nú er orðið ljóst að það gekk ekki eftir. Bæjarstjóri Akureyrar segir áhrif af gjaldþrotinu mikil, á alla íbúa Norðurlands. „Þetta voru náttúrulega miklar væntingar sem við höfðum til þess að fá beint flug frá Akureyri til Evrópu. Það eru kannski bara fyrst og fremst vonbrigði að þetta hafi farið með þessum hætti,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Mikill missir sé af félaginu, á fleiri en eina vegu. „Bæði það að fá ferðamenn inn á svæðið og fá þessa aðra gátt inn í landið, og síðan að þjónusta íbúana á þessum hluta landsins með því að fljúga beint til Evrópu frá Akureyri.“ Vel hægt að fljúga út frá Akureyri Gjaldþrot félagsins sé þó ekki til marks um að markaðurinn fyrir utanlandsflug frá Norðurlandi sé of lítill. Síður en svo. „Ég held að þessi tilraun hafi alveg sýnt það að það er sannarlega markaður fyrir nákvæmlega þetta flug. En það var ekki það sem réði því að fyrirtækið fór á hausinn. Það voru aðrar forsendur, eða aðrar ástæður fyrir því.“ Þú sérð alveg fyrir þér að í framtíðinni verði hægt að reyna þetta aftur? „Að sjálfsögðu, mér finnst það engin spurning,“ segir Ásthildur. Gjafabréf sennilega farin í vaskin Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að líklegt væri að gjafabréf sem fólk ætti inni hjá félaginu væru ónýt. Fyrri reynsla af gjaldþrotum flugfélaga sýndi það. Engu að síður mælti hann með því að fólk lýsti kröfum í búið, auk þess sem samtökin myndu birta upplýsingar á vefsíðu sinni um hvernig fólk gæti borið sig að í þeim efnum. Niceair Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Í gær var greint frá því að stjórn Niceair myndi óska eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan væri óeðlilegir viðskiptahættir erlends samstarfsfélaga. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og átti heimahöfn á Akureyri. Þaðan var flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Tenerife og Alicante. Í síðasta mánuði var gert hlé á starfsemi félagsins og reynt að koma betri skipan á fjármál félagsins. Nú er orðið ljóst að það gekk ekki eftir. Bæjarstjóri Akureyrar segir áhrif af gjaldþrotinu mikil, á alla íbúa Norðurlands. „Þetta voru náttúrulega miklar væntingar sem við höfðum til þess að fá beint flug frá Akureyri til Evrópu. Það eru kannski bara fyrst og fremst vonbrigði að þetta hafi farið með þessum hætti,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Mikill missir sé af félaginu, á fleiri en eina vegu. „Bæði það að fá ferðamenn inn á svæðið og fá þessa aðra gátt inn í landið, og síðan að þjónusta íbúana á þessum hluta landsins með því að fljúga beint til Evrópu frá Akureyri.“ Vel hægt að fljúga út frá Akureyri Gjaldþrot félagsins sé þó ekki til marks um að markaðurinn fyrir utanlandsflug frá Norðurlandi sé of lítill. Síður en svo. „Ég held að þessi tilraun hafi alveg sýnt það að það er sannarlega markaður fyrir nákvæmlega þetta flug. En það var ekki það sem réði því að fyrirtækið fór á hausinn. Það voru aðrar forsendur, eða aðrar ástæður fyrir því.“ Þú sérð alveg fyrir þér að í framtíðinni verði hægt að reyna þetta aftur? „Að sjálfsögðu, mér finnst það engin spurning,“ segir Ásthildur. Gjafabréf sennilega farin í vaskin Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að líklegt væri að gjafabréf sem fólk ætti inni hjá félaginu væru ónýt. Fyrri reynsla af gjaldþrotum flugfélaga sýndi það. Engu að síður mælti hann með því að fólk lýsti kröfum í búið, auk þess sem samtökin myndu birta upplýsingar á vefsíðu sinni um hvernig fólk gæti borið sig að í þeim efnum.
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira