Erlent

„Stríð kemur ekki til greina“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
Tsai Ing-wen, forseti Taívan. getty

„Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 

Kínverjar líta á Taívan sem hluta af Kína og hafa unnið gagngert að því að leynt og ljóst að ná völdum í Taívan á ný. Sem dæmi hafa heræfingar Kínahers miðað að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi. Þá hefur fækkað í hópi þeirra ríkja sem styðja Taívan opinberlega.

„Hvorugur aðili getur einhliða breytt þessu óbreytta ástandi (e. status quo) með ófriðsamlegum hætti. Að viðhalda þessu friðsamlega ástandi er til heilla fyrir Taívan, sem og allan heiminn,“ sagði Tsai sem sagði jafnframt að hættur umkringi eyríkið sem standi. 

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt að leita friðsamlegra lausna við ástandinu í Taívansundi. Þetta tilkynnti Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans á föstudag í aðdraganda fundarins sem stendur nú yfir. 

Tsai sagði jafnframt að embættismenn hafi átt í viðræðum við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna um vopnasendingu að virði þess sem nemur 70 milljaðra króna. Þá ítrekaði hún mikilvægi Taívan á heimsmarkaðnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×