Lífið

Jay-Z og Beyoncé keyptu dýrasta hús í sögu ríkisins

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Húsið er gríðarlega stórt.
Húsið er gríðarlega stórt. Google Earth

Hjónin Jay-Z og Beyoncé keyptu 2.700 fermetra hús í Malibú í Kaliforníu fyrir skömmu á tvö hundruð milljónir dollara. Eignin er sú dýrasta sem selst hefur í ríkinu.

Tónlistarhjónin fengu „gott verð“ fyrir húsið, en ásett verð var 295 milljónir dollarar, sem gera rúmlega 41 milljarð íslenskra króna. Aðeins ein húseign hefur selst á hærra verði í Bandaríkjunum gervöllum; íbúð í New York, sem seldist á 238 milljónir dollara.

Húsið var hannað af japanska arkitektinum Tadao Ando, sem um þessar mundir hannar hús fyrir tónlistarmanninn Kanye West. Listaverkasafnarinn William Bell er fyrri eigandi hússins, en bygging þess tók nærri fimmtán ár. Húsið situr á rúmlega þriggja hektara landareign, að sögn TMZ.

Síðast keyptu hjónin hús í Los Angeles árið 2017 fyrir 88 milljónir dollara.

Hér er hægt að skoða myndir af húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.