Tilfinningaþrungin stund þegar Anfield kvaddi fjóra leikmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 12:31 Roberto Firmino skoraði í lokaleiknum sínum á Anfield og fékk heiðursvörð eftir leik. Vísir/Getty Það var tilfinningaþrungin stund á Anfield í gær þegar fjórir leikmenn Liverpool léku sinn síðasta heimaleik fyrir félagið. Einn vinsælasti leikmaður félagins skoraði í lokaleik sínum á heimavelli. Liverpool gerði jafntefli við Aston Villa þegar liðin mættust á Anfield í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur Liverpool á tímabilinu. Fjórir leikmenn félagsins léku þar sinn síðasta heimaleik fyrir félagið en þeir Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Roberto Firmino munu allir yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út í sumar. Vinsældir Roberto Firmino á meðal stuðningsmanna Liverpool eru gífurlegar en hann kom til félagsins árið 2015 frá þýska félaginu Hoffenheim þar sem hann hafði leikið í fjögur tímabil. Leikmennirnir fjórir fengu allir heiðursvörð eftir leik en óhætt er að segja að fögnuðurinn hafi verið mestur þegar Firmino steig fram. A special Anfield farewell pic.twitter.com/2BabCYnf7d— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 Stuðningsmenn Liverpool voru byrjaðir að syngja til heiðurs Firmino löngu áður en hann kom inn á völlinn sem varamaður á 72. mínútu leiksins en hann skoraði jöfnunarmarkið á 89. mínútu við mikinn fögnuð áhorfenda. Þegar leik var lokið gekk Firmino hringinn á vellinum og sungu stuðningsmenn hástöfum. Það mátti sjá tár á hvarmi Firmino sem skorað hefur 81 mark í 255 leikjum fyrir félagið. pic.twitter.com/Ev7WhhHpna— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 James Milner er sömuleiðis í hávegum hafður á Anfield og þó svo Oxlade-Chamberlain og Naby Keita hafi ekki náð að láta sína frægðarsól rísa jafn hátt fengu þeir sömuleiðis góðar móttökur að leik loknum í gær. Allir voru leikmennirnir hluti af liði Liverpool sem vann enska meistaratitilinn árið 2020 í fyrsta skipti í 31 ár, Meistaradeild Evrópu árið 2019 sem og deildabikarinn og FA-bikarinn á síðasta tímabili. A moment to remember pic.twitter.com/pj62Ae1rZs— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Liverpool gerði jafntefli við Aston Villa þegar liðin mættust á Anfield í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur Liverpool á tímabilinu. Fjórir leikmenn félagsins léku þar sinn síðasta heimaleik fyrir félagið en þeir Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Roberto Firmino munu allir yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út í sumar. Vinsældir Roberto Firmino á meðal stuðningsmanna Liverpool eru gífurlegar en hann kom til félagsins árið 2015 frá þýska félaginu Hoffenheim þar sem hann hafði leikið í fjögur tímabil. Leikmennirnir fjórir fengu allir heiðursvörð eftir leik en óhætt er að segja að fögnuðurinn hafi verið mestur þegar Firmino steig fram. A special Anfield farewell pic.twitter.com/2BabCYnf7d— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 Stuðningsmenn Liverpool voru byrjaðir að syngja til heiðurs Firmino löngu áður en hann kom inn á völlinn sem varamaður á 72. mínútu leiksins en hann skoraði jöfnunarmarkið á 89. mínútu við mikinn fögnuð áhorfenda. Þegar leik var lokið gekk Firmino hringinn á vellinum og sungu stuðningsmenn hástöfum. Það mátti sjá tár á hvarmi Firmino sem skorað hefur 81 mark í 255 leikjum fyrir félagið. pic.twitter.com/Ev7WhhHpna— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 James Milner er sömuleiðis í hávegum hafður á Anfield og þó svo Oxlade-Chamberlain og Naby Keita hafi ekki náð að láta sína frægðarsól rísa jafn hátt fengu þeir sömuleiðis góðar móttökur að leik loknum í gær. Allir voru leikmennirnir hluti af liði Liverpool sem vann enska meistaratitilinn árið 2020 í fyrsta skipti í 31 ár, Meistaradeild Evrópu árið 2019 sem og deildabikarinn og FA-bikarinn á síðasta tímabili. A moment to remember pic.twitter.com/pj62Ae1rZs— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira