Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 20:31 Geimfararnir fjórir um borð í Dragon-geimfari SpaceX. Axiom Space Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs. Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs.
Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira