„Það er ekki búið að biðja okkur fyrirgefningar“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. maí 2023 21:31 Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri HIV Ísland vill að stjórvöld biðjist afsökunar á framgöngu sinni gagnvart HIV smituðum undir lok síðustu aldar. Sagan megi ekki endurtaka sig en fjörutíu ár eru nú liðin frá því að þeir fyrstu greindust með HIV á Íslandi. Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira