„Það er ekki búið að biðja okkur fyrirgefningar“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. maí 2023 21:31 Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri HIV Ísland vill að stjórvöld biðjist afsökunar á framgöngu sinni gagnvart HIV smituðum undir lok síðustu aldar. Sagan megi ekki endurtaka sig en fjörutíu ár eru nú liðin frá því að þeir fyrstu greindust með HIV á Íslandi. Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira