Erlent

Insta­gram virðist virka á ný

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fjölmargir reiða sig á miðilinn.
Fjölmargir reiða sig á miðilinn. Getty/Gonchar

Samfélagsmiðillinn Instagram lá niðri í rúma klukkustund í kvöld. 

Samkvæmt vefsíðunni DownDetector bárust nærri tvö hundruð þúsund ábendingar um að notendur Instagram hafi ekki tekist að tengjast miðlinum, sem lá niðri frá klukkan 22:15 til klukkan 23:30 í kvöld.

Forsvarsmenn miðilsins hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu en talsmaður Meta, eiganda Instagram, sagði við Verge að unnið væri að lausn. 

Fjölmargir netverjar færðu sig eðlilega yfir á Twitter og kvörtuðu sáran. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×